„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 20:55 Kristmann Már Ísleifsson býr við framkvæmdasvæðið. Vísir/Bjarni Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira