Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 06:44 Trump gerði því skóna í gær að fundur með Selenskí gæti farið fram mjög fljótlega og mögulega í Alaska. Getty/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja. Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Hann myndi vita það á fyrstu mínútum fundarins hvort Pútín væri alvara. Trump freistaði þess í viðtali við Fox News Radio að sannfæra hlustendur um að hann væri fullfær um að höndla Pútín. „Ég er forseti; hann er ekki að fara að fíflast með mig,“ sagði hann. Þá sagði hann að ef vel gengi gæti fundurinn orðið langur en ef ekki, yrði hann stuttur. Þá endurtók hann og ítrekaði að um fyrsta skref væri að ræða og að mögulegur annar fundur þar sem Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti yrði einnig viðstaddur yrði þýðingarmeiri. Trump sagði að á þeim fundi yrðu Pútín og Selenskí að ná saman um að „skipta á milli sín“, sem er tilvísun í kröfur Rússa um að Úkraínumenn láti landsvæði af hendi. Selenskí hefur hingað til neitað að ganga til samninga um slíkt. Þrátt fyrir að virðast nokkuð bjartsýnn um árangur varaði Bandaríkjaforseti hins vegar við væntingum um tafarlaust vopnahlé. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingar á vígvellinum gætu gert friðarumleitanir erfiðari en Rússar hafa verið í nokkurri sókn. Þá sagði hann alla gera sér grein fyrir því að til þess að ná fram friði yrðu að koma til öryggistryggingar. Boðað hefur verið til blaðamannafundar Trump og Pútín eftir fundinn í kvöld, sem þykir benda til þess að stjórnvöld vestanhafs séu nokkuð bjartsýn um árangur. Þau hafa hótað Rússum refsiaðgerðum sýni þeir ekki samningsvilja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira