Fótbolti

Læri­sveinar Freys á leið í umspil

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sævar Atli og Eggert Aron voru báðir í byrjunarliði Brann.
Sævar Atli og Eggert Aron voru báðir í byrjunarliði Brann. Brann

Þrátt fyrir 1-0 tap eru lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann eru á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni eftir 2-1 samanlagðan sigur í einvígi gegn BK Hacken.

Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson voru báðir í byrjunarliðinu og spiluðu allan leikinn.

Denzel De Roeve skoraði sjálfsmark á 38. mínútu sem reyndist eina mark leiksins.

Brann fékk vítaspyrnu og hefði getað jafnað leikinn í uppbótartíma en Nick Casto klúðraði. Það kom þó ekki að sök því Brann komst áfram úr einvíginu hvort eð er.

Með sigrinum er Brann búið að tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni og er á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×