Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 17:54 Payton Gendron, skaut tíu manns til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York í Bandaríkjunum. AP/Derek Gee Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira