Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 16:36 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fundi með Sergei Shoigu, fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseti öryggisráðs Rússlands, í Pyongyang í sumar. EPA/KCNA Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga. Þó nokkrir þeirra hafa flúið frá Rússlandi vegna aðstæðna þar. Blaðamenn BBC ræddu við sex þeirra sem hafa flúið, auk þess sem rætt var við starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu, rannsakendur of fólk sem hefur aðstoðað mennina. Mennirnir lýstu hræðilegum aðstæðum og segja embættismenn frá Norður-Kóreu vera að herða ólarnar á farandverkamönnum eins og þeim, til að koma í veg fyrir að þeir geti flúið. Umheiminum lýst sem óvini Einn mannanna sem ræddi við BBC sagði að þegar hann hafi upprunalega stigið út úr flugvélinni í austurhluta Rússlands hafi norðurkóreskur embættismaður tekið hann til hliðar, tilkynnt honum að umheimurinn væri óvinur fólks frá Norður-Kóreu og farið með hann til vinnu við byggingu fjölbýlishúss. Þar var hann látinn vinna rúmlega átján tíma á dag en allir mennirnir sex sem rætt var við lýstu sambærilegum aðstæðum og sambærilega löngum vinnudögum. Þeir hafi verið látnir vinna við byggingarstörf í einhverjum tilfellum frá sex á morgnanna til tvö að nóttu til og einungis fengið tvo frídaga á ári. Þeir fengu einnig ekki að fara af framkvæmdasvæðinu og þurftu að sofa þar í skítugum og þröngum gámum, eða á gólfinu í húsunum sem þeir voru að reisa. Einn mannanna sagðist hafa fallið fjóra metra og slasað sig mikið á andliti. Hann fékk ekki að fara á sjúkrahús eftir slysið. Allt að fimmtíu þúsund væntanlegir Eins og fram kemur í grein BBC unnu tugir þúsundir farandverkamanna frá Norður-Kóreu í Rússlandi á árum áður. Þar öfluðu þeir verðmætra gjaldeyristekna fyrir ríkisstjórn Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Spornað var gegn því árið 2018, þegar Sameinuðu þjóðirnar bönnuðu ríkjum að ráða farandverkamenn frá Norður-Kóreu með því markmiði að draga úr aðgengi Kims að peningum sem hann gæti notað til þróun kjarnorkuvopna. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu segja að rúmlega tíu þúsund verkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í fyrra og þeir séu enn fleiri á þessu ári. Búist sé við því að í heildina muni fjöldinn á endanum fara yfir fimmtíu þúsund. Sergei Shoigu, fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseti öryggisráðs Rússlands, sagði í sumar að Norður-Kóreumenn myndu líklega koma að enduruppbyggingu í Kúrskhéraði og embættismenn í Suður-Kóreu segja líklegt að á endanum verði þeir einnig sendir til hernuminna svæða í Úkraínu. Prófessor frá Suður-Kóreu, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu og Rússlands, segir verkamenn frá Norður-Kóreu vera fullkomna lausn við skort Rússa á fólki. Þeir séu ódýrir, vinni af miklum krafti og valdi litlum vandamálum. Laununum haldið í Norður-Kóreu Margir vilja komast frá Norður-Kóreu til að vinna í öðrum ríkjum, þar sem þeir geta aflað mun meiri peninga en heima. BBC segir þá vonast til að geta keypt betra heimili fyrir fjölskyldur þeirra eða farið í rekstur sjálfir með tekjunum. Margir sækja um að komast úr landi en fáir eru valdir og þeim er gert að skilja fjölskyldur sínar eftir. Þá fer bróðurpartur teknanna sem þeir afla beint í buddu Kims en restinn er sett til hliðar og mennirnir fá peningana ekki fyrr en þeir koma aftur heim. Er það til að sporna gegn því að þeir flýi. Mennirnir sögðu það hafa reynst erfitt þegar þeir komust að því að farandverkamenn frá Mið-Asíu fengu í einhverjum tilfellum fimm sinnum hærri laun en þeir fyrir mun styttri vinnudag. Þá kölluðu aðrir verkamenn þá oft þræla og sögðu þá ekki raunverulega manneskjur, heldur vélar sem gætu talað. Fólk sem reynt hefur að aðstoða mennina við að flýja segir embættismenn frá Norður-Kóreu og Rússlandi hafa dregið enn frekar úr því takmarkaða frelsi sem mennirnir fá í Rússlandi. Norður-Kórea Rússland Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þó nokkrir þeirra hafa flúið frá Rússlandi vegna aðstæðna þar. Blaðamenn BBC ræddu við sex þeirra sem hafa flúið, auk þess sem rætt var við starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu, rannsakendur of fólk sem hefur aðstoðað mennina. Mennirnir lýstu hræðilegum aðstæðum og segja embættismenn frá Norður-Kóreu vera að herða ólarnar á farandverkamönnum eins og þeim, til að koma í veg fyrir að þeir geti flúið. Umheiminum lýst sem óvini Einn mannanna sem ræddi við BBC sagði að þegar hann hafi upprunalega stigið út úr flugvélinni í austurhluta Rússlands hafi norðurkóreskur embættismaður tekið hann til hliðar, tilkynnt honum að umheimurinn væri óvinur fólks frá Norður-Kóreu og farið með hann til vinnu við byggingu fjölbýlishúss. Þar var hann látinn vinna rúmlega átján tíma á dag en allir mennirnir sex sem rætt var við lýstu sambærilegum aðstæðum og sambærilega löngum vinnudögum. Þeir hafi verið látnir vinna við byggingarstörf í einhverjum tilfellum frá sex á morgnanna til tvö að nóttu til og einungis fengið tvo frídaga á ári. Þeir fengu einnig ekki að fara af framkvæmdasvæðinu og þurftu að sofa þar í skítugum og þröngum gámum, eða á gólfinu í húsunum sem þeir voru að reisa. Einn mannanna sagðist hafa fallið fjóra metra og slasað sig mikið á andliti. Hann fékk ekki að fara á sjúkrahús eftir slysið. Allt að fimmtíu þúsund væntanlegir Eins og fram kemur í grein BBC unnu tugir þúsundir farandverkamanna frá Norður-Kóreu í Rússlandi á árum áður. Þar öfluðu þeir verðmætra gjaldeyristekna fyrir ríkisstjórn Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Spornað var gegn því árið 2018, þegar Sameinuðu þjóðirnar bönnuðu ríkjum að ráða farandverkamenn frá Norður-Kóreu með því markmiði að draga úr aðgengi Kims að peningum sem hann gæti notað til þróun kjarnorkuvopna. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu segja að rúmlega tíu þúsund verkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í fyrra og þeir séu enn fleiri á þessu ári. Búist sé við því að í heildina muni fjöldinn á endanum fara yfir fimmtíu þúsund. Sergei Shoigu, fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseti öryggisráðs Rússlands, sagði í sumar að Norður-Kóreumenn myndu líklega koma að enduruppbyggingu í Kúrskhéraði og embættismenn í Suður-Kóreu segja líklegt að á endanum verði þeir einnig sendir til hernuminna svæða í Úkraínu. Prófessor frá Suður-Kóreu, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu og Rússlands, segir verkamenn frá Norður-Kóreu vera fullkomna lausn við skort Rússa á fólki. Þeir séu ódýrir, vinni af miklum krafti og valdi litlum vandamálum. Laununum haldið í Norður-Kóreu Margir vilja komast frá Norður-Kóreu til að vinna í öðrum ríkjum, þar sem þeir geta aflað mun meiri peninga en heima. BBC segir þá vonast til að geta keypt betra heimili fyrir fjölskyldur þeirra eða farið í rekstur sjálfir með tekjunum. Margir sækja um að komast úr landi en fáir eru valdir og þeim er gert að skilja fjölskyldur sínar eftir. Þá fer bróðurpartur teknanna sem þeir afla beint í buddu Kims en restinn er sett til hliðar og mennirnir fá peningana ekki fyrr en þeir koma aftur heim. Er það til að sporna gegn því að þeir flýi. Mennirnir sögðu það hafa reynst erfitt þegar þeir komust að því að farandverkamenn frá Mið-Asíu fengu í einhverjum tilfellum fimm sinnum hærri laun en þeir fyrir mun styttri vinnudag. Þá kölluðu aðrir verkamenn þá oft þræla og sögðu þá ekki raunverulega manneskjur, heldur vélar sem gætu talað. Fólk sem reynt hefur að aðstoða mennina við að flýja segir embættismenn frá Norður-Kóreu og Rússlandi hafa dregið enn frekar úr því takmarkaða frelsi sem mennirnir fá í Rússlandi.
Norður-Kórea Rússland Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira