Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 13:51 Meðlimir þjóðvarðaliðs Bandaríkjanna eru mættir til Washington DC, þar sem þeir eiga að sinna löggæslu. AP/Julia Demaree Nikhinson Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira