Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 16:16 Selenskí verður ekki viðstaddur fund Trump og Pútín á föstudag en mun funda með Evrópuleiðtogum áður en þeir funda með Trump á miðvikudag. AP Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira