Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 15:32 Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí á næsta ári og sýnist mér að minnihlutinn í borginni ætli að beina spjótum sínum að menntamálum. Nýtt skólaár er að hefjast og hefur sú neikvæða umræða sem ýtt hefur verið úr vör varðandi hið meinta gallaða grunnskólakerfi eflaust ekki farið framhjá neinum sem ber hag skólanna fyrir brjósti þar sem vísað er í samanburðarkannanir við önnur lönd og því haldið fram að ytra mati hér á landi sé ábótavant og að grunnskólakerfið sé komið í þrot. Grunnskólakerfið er auðvitað ekki hafið yfir gagnrýni frekar en annað en hún þarf að vera á réttum forsendum en ekki sem vopn í kosningarbaráttu. Þar sem ég hef ákveðið að blanda mér í þessa umræðu þá vil ég nefna að gögnin vantar ekki til að rýna í. Ég veit ekki hvað fer mikill tími hjá mér og mínu samstarfsfólki í alls konar kannanir frá yfirvöldum, skráningar og skýrslur sem tengjast skólastarfinu og vinnu okkar með nemendum. Það að einhver komi í mýflugumynd inn í kennslustofuna hjá mér hefur ekkert að segja um gæði minnar kennslu. Það er eins og ef eftirlitsaðili í byggingariðnaðinum myndi skoða húsnæði og meta gæði þess með því að horfa á málninguna á veggjunum. Skólastarf er svo miklu, miklu meira en bara málningin á veggjunum. Nýtt skólaár markar alltaf ákveðið upphaf með nýjum áskorunum bæði hjá nemendum, foreldrum og starfsfólki skóla. Ég hef verið að rýna í skólastarf síðan 1991 og vegna forvitni minnar verið óhrædd að færa mig á milli skóla og séð landslagið í skólum í ólíkum hverfum Reykjavíkur. Drifkrafturinn og metnaðurinn í skólastarfi hér á landi er enn að koma mér á óvart. Það sem ég hef aftur á móti vaxandi áhyggjur af er álag á starfsfólk og nemendur skólanna vegna áskorana sem vantar verkfæri til að takast á við. Og mestar áhyggjur hef ég af vaxandi aga og virðingarleysi í samfélaginu sem skilar sér inn í skólana eins og annað því skólarnir endurspegla það samfélag sem við búum í. Ef þið viljið vita hver mín mesta áskorun er sem kennari í grunnskóla í dag þá er það að kenna börnum sem vilja ekki læra og segjast ekki þurfa að læra það sem kennt er í skólunum því þau segja að þau geti fundið allar upplýsingar á netinu og mörg þeirra ætla sér að verða samfélagsmiðlastjörnur eða þau segja að foreldrar þeirra hafi hærri laun en ég þó þeir hafi ekki lært neitt. Svo finnst mér einnig mikil áskorun að kenna nýbúabörnum sem koma til landsins og segjast ekki vilja né þurfa að læra íslensku því að þau segjast ekki ætla að búa hér á landi í framtíðinni. Virðing og viðhorf þeirra sem eru hluti af skólakerfinu skiptir öllu máli, sbr. fiðrildaáhrifin, og spila aðstandendur barna þar lykilhlutverk. Góður skóli verður ekki til úr engu og þó að ég muni leggja mig alla fram svo að nemendur mínir nái að blómstra á eigin forsendum þá er það ekki gefið að þeir geri það. Kennslustofan mín er full af börnum sem koma frá ólíkum heimilum með ólík gildi og viðhorf. Öll telja þau að sín gildi og viðhorf séu þau einu réttu. Þess vegna er svo mikilvægt að temja sér og börnum sínum það að virða sig sjálf, sýna öðrum virðingu og leggja sig fram við að vera í góðri samvinnu við aðra en jafnframt að kenna það að setja mörk. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Samvinna og góð samskipti eru lykilatriði að farsæld og mælikvarðinn á góðan leiðtoga er ekki að sá sem getur haft hæst eða látið mest finna fyrir sér sé bestur. Það á enginn að þurfa að laskast á lífsins leið því að á vegi viðkomandi varð manneskja sem hefur ólíkar skoðanir og gildi og ákvað að meiða. Það er okkar fullorðna fólksins að vernda börnin og kenna þeim að lifa í sátt við aðra. Megi komandi skólaár verða farsælt og mannbætandi. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarkona í KFR.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun