Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 13:50 Fjölmenni vottaði fjölmiðlamönnunum drepnu virðingu sína í útför þeirra sem fór fram í dag. AP Anas al-Sharif, fréttamaður Al Jazeera sem var tekinn af lífi í loftárás Ísraelshers í gær, er sagður hafa framleitt sjónvarpsefni fyrir Hamas áður en yfirstandandi stríð hófst. Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12