Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 18:38 Andlit Bandaríkjaforseta prýðir marga hamborgarastaði í Texasríki. Getty Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira