Bolsonaro í stofufangelsi Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 22:25 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, stundum kallaður „Trump dós Tropicos“. AP/Eraldo Peres Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið. Brasilía Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið.
Brasilía Donald Trump Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira