Erlent

Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunar­akstur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bæði Song Young-kyu og Kim Sae-Ron tóku bæði eigið líf eftir að hafa hlotið gríðarlega gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Bæði Song Young-kyu og Kim Sae-Ron tóku bæði eigið líf eftir að hafa hlotið gríðarlega gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Getty

Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur tekið eigið líf á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs.

Hinn 55 ára Song Young-kyu fannst látinn að morgni mánudags inni í bíl í Cheoin-gu-hverfi í borginni Yongin sem er á stórborgarsvæði höfðuborgarinnar Seoul. Lögregla segir engan grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Song hóf leiklistarferill sinn á sviði árið 1994, færði sig yfir í bíó og sjónvarp árið 2010 og hefur síðan þá leikið í fjölda sjónvarpssería. Young-kyu var landsþekktur innan Suður-Kóreu og lék meðal annars í tekjuhæstu kóresku mynd allra tíma, grínmyndinni Extreme Job

Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. F ólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá  Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.

Fjölmiðlaumfjöllun og hatrömm samfélagsmiðlaumræða

Fyrr í sumar ók Song ölvaður undir stýri í borginni og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum. Í kjölfarið hætti Song í uppsetningu á „Shakespeare in Love“ og voru hlutverk hans í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, The Defects og The Winning Try, jafnframt minnkuð.

Skyndilegt andlát Song er viðbót í stærri umræðu um geðheilbrigði í Suður-Kóreu og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fólk í sviðsljósinu. Í byrjun árs tók 24 ára gamla leikkonan Kim Sae-ron eigið líf eftir að leiklistarferill hrundi í kjölfar þess að hún var tekin fyrir ölvunarakstur árið 2022.

Í tilfellum beggja leikara varð mikil fjölmiðlaumfjöllun í kringum brotin og í kjölfarið hatrömm samfélagsmiðlaumræða. Talið er að því hafi fylgt mikil skömm fyrir leikarana tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×