Erlent

Rúss­neskt eld­fjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldfjallið spúir nú ösku í allt að sex kílómetra hæð.
Eldfjallið spúir nú ösku í allt að sex kílómetra hæð. AP/Artem Sheldr

Eldfjallið Krasheninnikov á Kamtjakkaskaga í Rússlandi byrjaði að gjósa í morgun, í fyrsta sinn um sex hundruð ár. Er það eftir gífurlega kröftugan jarðskjálfta fyrr í vikunni og fleiri eftirskjálfta.

Eldfjallið spúir nú ösku allt að sex kílómetra upp í himinninn en enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af tjóni eða mannskaða vegna eldgossins, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins.

Askan er sögð berast til austurs yfir Kyrrahaf.

Áðurnefndur jarðskjálfti varð þann 30. júlí og var hann 8,8 stig. Tíu dögum áður hafði einnig greinst 7,4 stiga jarðskjálfti á svæðinu. Í morgun greindist svo 7,0 stiga skjálfti við Kuril-eyjar og annar á Kamtjakkaskaga eftir að eldgosið hófst í morgun.

Augljóst er að virkni er á svæðinu þessa dagana. þannig að virkni hefur verið mjög mikil á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×