Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 09:43 Gríðarleg hungursneyð er á Gasa. EPA Minnst tuttugu og sjö voru drepnir af ísraelska hernum þegar þeir biðu eftir mat og sex til viðbótar dóu úr hungri á Gasa í gær. Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir palestínskum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt vitnum skutu ísraelskir hermenn á hóp fólks sem freistaði þess að sækja sér mat á dreifingarstöð samtakanna GHF. Þau eru rekin af bandarískum yfirvöldum og fá ein að dreifa matvælum á Gasaströndinni. Atvikið varð á suðurhluta strandarinnar. „Ég gat ekki stoppað og aðstoðsað vegna skothríðarinnar,“ hefur fréttastofa AP eftir Yousef Abed. Hann segist hafa séð minnst þrjá, sem blæddi úr liggjandi á jörðinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skotið hefur verið á örvæntingarfulla íbúa strandarinnar á meðan þeir sækja sér mat. Talið er að minnst 1.400 manns hafi verið drepnir á þennan máta síðan 27. maí, langflestir nærri dreifingarsvæðum GHF, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Alls voru 119 Gasabúar drepnir af ísraelskum hermönnum síðasta sólarhringinn samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa. Sex til viðbótar létust úr hungri en segir heilbrigðisráðuneytið að alls hafi 175 látist úr hungri á meðan átökin hafa staðið yfir, langflestir þeirra á síðustu mánuðum. Ísraelsk yfirvöld neita því staðfastlega að hungursneyð sé á Gasa og sögðust ætla veita frekari aðgang að svæðinu fyrir mannúðaraðstoð. Hins vegar segja hjálparsamtök að Ísraelar séu enn að hindra aðgang mannúðaraðstoðar. Nauðsynjavörur látnar falla til jarðar á Gasaströndinni.EPA Nokkur ríki hafa tekið upp á því að láta mat og aðrar nauðsynjavörur falla úr flugvélum til jarðar, meðal annars Marokkó, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Frakkland og Bretland. Alls hafa tæplega 61 þúsund manns verið drepnir á Gasa frá því að átökin hófust með árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir palestínskum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt vitnum skutu ísraelskir hermenn á hóp fólks sem freistaði þess að sækja sér mat á dreifingarstöð samtakanna GHF. Þau eru rekin af bandarískum yfirvöldum og fá ein að dreifa matvælum á Gasaströndinni. Atvikið varð á suðurhluta strandarinnar. „Ég gat ekki stoppað og aðstoðsað vegna skothríðarinnar,“ hefur fréttastofa AP eftir Yousef Abed. Hann segist hafa séð minnst þrjá, sem blæddi úr liggjandi á jörðinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skotið hefur verið á örvæntingarfulla íbúa strandarinnar á meðan þeir sækja sér mat. Talið er að minnst 1.400 manns hafi verið drepnir á þennan máta síðan 27. maí, langflestir nærri dreifingarsvæðum GHF, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Alls voru 119 Gasabúar drepnir af ísraelskum hermönnum síðasta sólarhringinn samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa. Sex til viðbótar létust úr hungri en segir heilbrigðisráðuneytið að alls hafi 175 látist úr hungri á meðan átökin hafa staðið yfir, langflestir þeirra á síðustu mánuðum. Ísraelsk yfirvöld neita því staðfastlega að hungursneyð sé á Gasa og sögðust ætla veita frekari aðgang að svæðinu fyrir mannúðaraðstoð. Hins vegar segja hjálparsamtök að Ísraelar séu enn að hindra aðgang mannúðaraðstoðar. Nauðsynjavörur látnar falla til jarðar á Gasaströndinni.EPA Nokkur ríki hafa tekið upp á því að láta mat og aðrar nauðsynjavörur falla úr flugvélum til jarðar, meðal annars Marokkó, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Frakkland og Bretland. Alls hafa tæplega 61 þúsund manns verið drepnir á Gasa frá því að átökin hófust með árás Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael 7. október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira