„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 10:03 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir skipuleggjendur nú meta aðstæður og umfang skemmda. Vísir/Viktor Freyr Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira