Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 11:39 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Skotlandi í gær. AP/Christopher Furlong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Trump svaraði spurningum blaðamanna í Skotlandi í gær og þar sagðist hann ekki hafa talað við Epstein um árabil, eftir að barnaníðingurinn hefði „gert svolítið óviðeigandi“. Það var að ráða einhvern sem vann fyrir Trump. „Hann stal fólki sem vann fyrir mig. Ég sagði honum að gera það aldrei aftur en hann gerði það aftur og ég henti honum út af staðnum. Gerði hann óvelkominn,“ sagði Trump. Ekki kom fram í ummælum hans hvaða stað Trump var að tala um en hann sagðist ánægður með að hafa vísað Epstein á brott. Því næst sagðist Trump aldrei hafa notið þeirra „forréttinda“ að fara til eyju Epsteins, eins og margir aðrir gerðu. Hann sagðist hafa hafnað boði til eyjunnar. Forsetinn sagði ekki hvaða starfsfólk um væri að ræða né hvar það hafði unnið en AP fréttaveitan segir starfsmenn hans í Hvíta húsinu ekki hafa viljað svara spurningum um ummælin. Þessi ummæli fara gegn fyrri ummælum Trump-liða um vinslit Trumps og Epsteins á árum áður en Steven Cheung, einn talsmanna Trumps, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að Trump hefði sparkað Epstein fyrir að „vera ógeð“. Washington Post segir þetta hafa gerst á svipuðum tíma og Trump og Epstein deildu um fasteign í Palm Beach í Flórída, árið 2004. Áður höfðu þeir verið vinir um árabil. Nokkrum mánuðum síðar hófst rannsókn á kynferðisbrotum Epsteins gegn börnum. Umdeilt samkomulag Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Epstein játaði einnig á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki gögnin í heild sinni. Stuðningsmenn Trumps ósáttir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Epsteins og aðstoðarkona hans til langs tíma, var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal og önnur brot en hún reynir nú að fá þeim dómi hnekkt. Rannsakendur hafa átt í viðræðum við hana um hvort hún geti varpað frekara ljósi á Epstein-málið svokallaða. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út að ekkert bendi til annars en að Epstein hafi í raun svipt sig lífi, sem hann hafði einnig reynt að gera tveimur vikum áður en honum tókst það. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, sem hafa meðal annars sakað Trump um einhverskonar yfirhylmingu. Þegar JD Vance, varaforseti Trumps, fór nýverið heim til sín í Ohio mættu honum mótmælendur sem héldu meðal annars á skiltum sem á stóð að hann stæði vörð um barnaníðinga og að „GOP“, sem er óformlegt heiti Repúblikanaflokksins, stæði fyrir „Guardians of pedophiles“, eða „Verndarar barnaníðinga“. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Trump svaraði spurningum blaðamanna í Skotlandi í gær og þar sagðist hann ekki hafa talað við Epstein um árabil, eftir að barnaníðingurinn hefði „gert svolítið óviðeigandi“. Það var að ráða einhvern sem vann fyrir Trump. „Hann stal fólki sem vann fyrir mig. Ég sagði honum að gera það aldrei aftur en hann gerði það aftur og ég henti honum út af staðnum. Gerði hann óvelkominn,“ sagði Trump. Ekki kom fram í ummælum hans hvaða stað Trump var að tala um en hann sagðist ánægður með að hafa vísað Epstein á brott. Því næst sagðist Trump aldrei hafa notið þeirra „forréttinda“ að fara til eyju Epsteins, eins og margir aðrir gerðu. Hann sagðist hafa hafnað boði til eyjunnar. Forsetinn sagði ekki hvaða starfsfólk um væri að ræða né hvar það hafði unnið en AP fréttaveitan segir starfsmenn hans í Hvíta húsinu ekki hafa viljað svara spurningum um ummælin. Þessi ummæli fara gegn fyrri ummælum Trump-liða um vinslit Trumps og Epsteins á árum áður en Steven Cheung, einn talsmanna Trumps, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að Trump hefði sparkað Epstein fyrir að „vera ógeð“. Washington Post segir þetta hafa gerst á svipuðum tíma og Trump og Epstein deildu um fasteign í Palm Beach í Flórída, árið 2004. Áður höfðu þeir verið vinir um árabil. Nokkrum mánuðum síðar hófst rannsókn á kynferðisbrotum Epsteins gegn börnum. Umdeilt samkomulag Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Epstein játaði einnig á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki gögnin í heild sinni. Stuðningsmenn Trumps ósáttir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Epsteins og aðstoðarkona hans til langs tíma, var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal og önnur brot en hún reynir nú að fá þeim dómi hnekkt. Rannsakendur hafa átt í viðræðum við hana um hvort hún geti varpað frekara ljósi á Epstein-málið svokallaða. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út að ekkert bendi til annars en að Epstein hafi í raun svipt sig lífi, sem hann hafði einnig reynt að gera tveimur vikum áður en honum tókst það. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, sem hafa meðal annars sakað Trump um einhverskonar yfirhylmingu. Þegar JD Vance, varaforseti Trumps, fór nýverið heim til sín í Ohio mættu honum mótmælendur sem héldu meðal annars á skiltum sem á stóð að hann stæði vörð um barnaníðinga og að „GOP“, sem er óformlegt heiti Repúblikanaflokksins, stæði fyrir „Guardians of pedophiles“, eða „Verndarar barnaníðinga“.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira