Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 12:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins sem var kjörin á landsfundi flokksins um mánaðamótin febrúar mars á þessu ári. Frá vinstri: Vilhjálmur Árnason, ritari, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, og Jens Garðar Helgason, varaformaður. Vísir/Anton Brink Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira