„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 13:23 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í borginni og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira