Tengist ekki skuggaflota Rússlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:43 Trausti Árnason er framkvæmdastjóri Vélfags. Aðsend/Já.is Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti. Viðskiptaþvinganir Rússland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti.
Viðskiptaþvinganir Rússland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira