Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 20:06 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefur lítið fyrir málflutning stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira