Innlent

Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir elds­voðann

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þriggja er enn saknað.
Þriggja er enn saknað. Vísir/Samsett

Einn fjögurra katta sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Fjórir kettir týndust eftir bruna í íbúðahúsnæði í Tryggvagötu í morgun. Það er í lagi með köttinn.

Kötturinn Matron fannst heil á húfi um tíuleytið í kvöld.

Slökkviliðið var kallað út nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en sá er ekki þungt haldinn. Reiknað er með að mikið tjón hafi orðið.

Gæludýrasamtökin Dýrfinna lýstu eftir köttunum fjórum, þeim Chewie, Freddie, Matron og Muppet. Dýrfinna biðlar til alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir þeirra að hafa samband við samtökin í gegnum Messenger.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×