Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar 17. júlí 2025 09:02 Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara ýmsir mikinn um meintan skaða í sjávarútveginum af hækkun auðlindagjalda. Hleypur tapið á hundruðum milljarða að mati sumra og bitnar á landi og þjóð. En er það raunin? Hagur almennings Talað er um hvernig hið meinta tap skiptist og bent er á að lífeyrissjóðirnir eigi hluti í stórútgerðum. Þannig er ýjað að því að hækkun veiðigjalda rýri hag almennings. Að því leiti sem að lífeyrissjóðirnir eru öryggisnet okkar fyrir framtíðina og að ríkið gerir slíkt hið sama með rekstri opinberrar þjónustu sem og greiðslum frá tryggingastofnun þá er tapið svoldið eins og að velta sér uppúr tapi hægri vasans við að flytja peninga yfir í þann vinstri. Í öllu falli er tap eiganda buxnanna lítið. Þá er vitanlega ónefnt að tekjuaukning ríkisins verður almenningi til heilla, þ.e. það fara fleiri krónur í vinstri vasan en voru í þeim hægri. Fjárfesting í sjávarútvegi og skattar Það er alþekkt í skattahagfræði að skattlagning rentu, þ.e. hagnaðs umfram grunnhagnað (e. normal profits), hefur ekki áhrif á fjárfestingu eða hegðun fjárfesta1. Raunar eru skattlagning á rentu ein skilvirkasta skattlagning sem til er og ætti að vera fagnaðarefni þeirra sem vilja ekki að ríkið þvælist fyrir einkaframtakinu. Fjárfesting í rentuskapandi greinum, líkt og hefur verið marg sýnt fram á að sé raunin í sjávarútvegi, mun því ekki minnka2. Það er vegna þess að verð á markaði aðlagar sig að breyttum aðstæðum og ávöxtun verður áfram ásættanleg og fyrir eldri eigendur sem munu áfram njóta rentu er engin ástæða til að flytja fjármagn sitt. Hvað varðar minnkun á sjávarútvegi vegna tilfærslna erlendis með skattalækkunarsjónarmiði (sjá t.d. eldri mál Samherja af slíkum toga hér) þá er það verkefni fyrir milliverðlagningareftirlit hjá Skattinum og yfirvöld að útbúa skattkerfi sem getur tekst á við hnattvæðingu nútímans en ekki ástæða til að leyfa eingöngu þeim fjársterku að skrifa reglurnar. Raun tap eða ímyndað Hið meinta tap er gjarnan fengið með að vitna í skráð hlutabréfaverð eða áætlað virði byggt á framtíðarspám. Hér er áhugavert að benda á að ýmsir þeirra sem tala nú um stór tap myndu ekki vilja sjá skattlagningu fjármagns á sömu forsendum og meinta tapið er reiknað frá. Þ.e.a.s. þegar kemur að skattlagningu fjármagns þá er beðið eftir að hagnaður sé raungerður við sölu eigna með þeim rökum að ekki sé hægt að skatta út frá áætluðu virði því það sé ekki orðin raunveruleiki. Sú afstaða er að ýmsu leiti eðlileg enda auðvelt að hugsa t.d. að hækkun fasteignaverðs hefur engin dagsdagleg áhrif á fasteignaeigendur fyrr en þeir selja. En í huga sumra er virði eigenda hlutabréfa ekki raunverulegt fyrr en við sölu en raunverulegt tap virðist eiga sér stað samstundins og verð bréfanna fer niður. Sérkennilegt það. Rétt í lokin Ég gef lítið fyrir dómsdagspárnar og tel sanngirnis- og hagfræðilegrök vera fyrir því að ríkisstjórnin sé á réttri leið í þessum málum. En lengi má gott bæta. Höfundur er ráðgjafi og mikill áhugamaður um skatta.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun