Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:57 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/WILL OLIVER Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar. Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað í síðustu viku þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, þvert á þær samsæriskenningar sem fengið hafa að grassera undanfarin ár. Bondi hafði sjálf áður haldið því fram að téður listi lægi á skrifborði hennar í ráðuneytinu, eins og Fox greindi frá á þeim tíma. „Hann liggur á skrifborðinu mínu,“ sagði hún um meinta listann í febrúar. „Ég verð hér eins lengi og forsetinn vill hafa mig hér,“ sagði Bondi en Trump var af mörgum talinn vera á þessum lista. Elon Musk hélt því jafnvel fram í færslu sem birt var á X þegar slitnaði úr vinasambandi þeirra Trumps en Musk hefur nú eytt færslunni. „Ég tel að hann hafi gert það kristaltært,“ bætti Bondi við en á fundinum vék hún sér ítrekað undan spurningum um Jeffrey Epstein og átök sín við háttsettan embættismann í bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Bondi að svara spurningum um eftirmála þeirrar ákvörðunar Trump-stjórnarinnar að birta ekki fleiri gögn tengd rannsókn á kynferðisbrotum auðjöfursins, sem hefur reitt áhrifamikla stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til reiði. Blaðamannafundurinn fjallaði reyndar um allt annað, haldlagningar Fíkniefnaeftirlitsins á metamfetamíni og fentanýli, en ummæli ráðherrans á fundinum eru til marks um það að dómsmálaráðuneytið ætli að halda ótrautt áfram þrátt fyrir að málið hafi ruggað bátnum í herbúðum MAGA-hreyfingarinnar.
Donald Trump Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira