„Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. júlí 2025 21:34 Óskar Hrafn, þjálfari KR, fannst sýnir menn spila vel í kvöld. Vísir/Pawel KR tapaði fyrir ÍA í kvöld 1-0, en Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR fannst liðið sitt spila töluvert betur en andstæðingurinn. „Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar. Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
„Ég veit ekki, ég átta mig ekki alveg á því. Mér fannst við líka vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Eðlilega, þá komast þeir, einu sinni, tvisvar, þrisvar upp í hálfleiknum. Ef það er að vera sterkur í hálfleiknum, þá er það bara þannig. Mér fannst varnarleikurinn okkar að lang stærstum hluta frábær, við héldum þeim bara inn á eigin vallarhelmingi stóran hluta af leiknum. Auðvitað losnar þetta aðeins og þeir fá einhverja möguleika í síðari hálfleik. En heilt yfir fannst mér varnarleikurinn frábær, þetta er bara sama sagan og ég sagði hérna fyrir leik. Lið mæta á móti okkur, þjappa, þétta, bomba fram, og við þurfum bara að verða betri í því að leysa það. Það er bara verkefnið. Bestu lið í heimi eiga stundum í veseni með að leysa láblokkir, og hvað þá kannski lið eins og KR. Þetta er bara það sem okkar bíður, verkefnið er að verða enn þá betra. Við hefðum getað skorað nokkur mörk í þessum leik. Þetta var ekki dagurinn í það. Við þurfum bara að verða betri í þessu, við getum ekki látið þessi lið komast upp með það, leik eftir leik, eftir leik. Að pakka í vörn og bomba fram, og fá eitthvað út úr leiknum. Það er bara svoleiðis,“ sagði Óskar. Óskar talaði um, eins og frægt er, að brenna skipin. Ágúst Orri fréttamaður Vísis sem tók viðtalið við hann spurði hvort það þurfi að fara finna björgunarbátana. „Nei nei, við erum búnir að brenna skipin, ég meina hvað viltu að ég geri? Leggist sjálfur til baka og bomba honum fram? Það bara kemur ekki til greina, við munum sigra þessi lið á okkar hátt. Það er bara svo einfalt sem það er,“ sagði Óskar. KR hefur ekki unnið jafn marga leiki og þeir hefðu viljað, en hvað þarf að breytast svo þeir geti farið að vinna aftur? „Við þurfum að fara betur með stöðurnar sem við fáum á síðasta þriðjungi og nýta færin. Þá erum við góðir. Við þurfum að bæta aðeins ákvörðunartökuna á síðasta þriðjung. Við fáum helling af góðum stöðum þar sem síðasta sendingin klikkar, við erum aðeins að flýta okkur of mikið. Það er bara verkefnið, við erum ekkert að fara breyta einhverju eða gera eitthvað annað. Það er bara að verða betri í því sem við erum að gera. Við erum komnir á þann stað, að við erum með sterka sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem við höldum í. Jafnvel þó það blási aðeins á móti, þá köstum við ekki bara sjálfsmyndinni og forum að gera eitthvað annað. Þú labbar ekki inn í líkamsræktarstöð og byrjar að sprauta í þig sterum til að verða sterkur. Það þarf að lyfta, það þarf að æfa, og eina leiðin er að halda áfram og æfa Meira það sem þú ert að gera. Það er það sem þú trúir á, og sjálfsmyndin þín er þannig,“ sagði Óskar. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem KR skorar ekki í deildinni. Óskar segir að það sé ekkert sérstakt áhyggjuefni. „Nei, ég held að þú sért að dramatísera þetta ansi mikið. Þetta er fimmtándi leikurinn. Þannig ef þú skorar fjórtán leiki í röð og skorar ekki í fimmtánda leiknum. Þá má sjálfsmyndin vera býsna Gisin og slöpp ef hún brotnar við fyrsta högg. Það er alls ekki þannig, við vitum hvað við þurfum að gera, vitum hvað við þurfum að gera betur. Það er bara heim í Frostaskjól og verða betri í því,“ sagði Óskar.
Fótbolti Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira