ÍA

Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við

KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hlutir sem Skaga­menn sætta sig alls ekki við

Jón Þór Hauks­son, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu um­ferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virki­lega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmti­legum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir liggja hérna eins og hrá­viði út um allt“

Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Snéru heim eins og rokk­stjörnur og komust á súluna á Astró

„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Fótbolti
Fréttamynd

Skaga­menn upp í Bónus deild karla

ÍA tryggði sér í kvöld sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en liðið tryggði sér þá sigur í 1. deildinni. Efsta liðið fer beint upp en hitt lausa sætið er undir í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Skaga­menn horfa á­fram til yngri leik­manna

ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Körfuboltinn vaknaður á Akra­nesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina

Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart.

Körfubolti