Fótbolti

Sæ­var Atli skoraði er Brann vann toppslaginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sævar Atli er farinn að slá í gegn hjá Brann.
Sævar Atli er farinn að slá í gegn hjá Brann. Mynd: BRANN

Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Brann unnu sterkan 3-1 sigur á Viking í norska boltanum í kvöld og komust með sigrinum upp í annað sætið. Liðið er sex stigum á eftir Viking.

Sævar Atli Magnússon skoraði þriðja mark Brann í leiknum en hann hafði komið af bekknum níu mínútum áður. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann.

Hilmir Rafn Mikaelsson spilaði síðustu 20 mínútur leiksins fyrir Viking.

Viðar Ari Jónsson sat allan tímann á bekknum hjá HamKam er liðið tapaði 2-0 gegn Rosenborg. HamKam í fjórtánda sæti deildarinnar.

Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðustu níu mínúturnar með Sarpsborg er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Kristiansund. Sarpsborg í sjötta sæti deildarinnar.

Gísli Eyjólfsson spilaði seinni hálfleikinn fyrir Halmstad er liðið steinlá, 4-1, gegn Häcken í sænska boltanum. Gísli lagði upp mark síns liðs í uppbótartíma. Birnir Snær Ingason kom ekki við sögu í liði Halmstad í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×