Tókust á um veiðigjöld og þinglok Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 13:11 Guðrún Hafsteinsdóttir og Kristrún Frostadóttir tókust á um nýjustu vendingar á þinginu í Sprengisandi. Sprengisandur Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á í SPrengisandi um nýjustu vendingar á Alþingi en samið hefur verið um þinglok á morgun. Kristrún segir það óvænt hvernig stjórnarandstaðan hafi komið fram. „Það hefur komið mér á óvart hver framfæri minnihlutans hefur verið. Ég var formaður í minnihluta sjálf og ég kom aldrei fram með þessum hætti, ég tók aldrei þátt í málþófi. Ég virti meirihlutann í þinginu,“ sagði Kristrún. Guðrún gagnrýndi einnig yfirlýsingu Kristrúnar frá því á fimmtudag. Þar hafi hún verið að undirbúa þingið fyrir að forseti alþingis myndi beita 71. grein þingskapalaga til að binda endi á aðrar umræður um frumvarpið um veiðigjaldið „Hvaða atriði var það að þessi yfirlýsing þín í þinginu á fimmtudaginn, þar sem þú talar um að hér sé allt farið á hliðina, það þurfi að standa vörð um lýðræðið og þú þurfir að verja lýðveldi Íslands? Verja það fyrir hverju? Hvaða ógn stóðst þú frammi fyrir sem forsætisráðherra? Var það húsmóðir úr Hveragerði sem ógnaði hér lýðveldinu? Var það dýralæknir í Hrunamannahrepp? Eða Sigmundur Davíð úr Garðabæ?“ spurði Guðrún. „Hvaða ógn var það sem stóð svona að lýðveldinu að þú varst knúin til þess að hefja fimmtudaginn á einhverri ræðu á Alþingi sem hafði ekkert innihald? Þetta voru umbúðir, sýndarmennska og aðflug að því að beita 71. greininni.“ Ákvörðun þingforsetans olli miklum usla meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún segir að ákvörðunin um að beita greininni hafi verið í höndum þingforseta. „Það er forseti Alþingis sem tekur þá ákvörðun að nýta 71. greinina til þess að stöðva umræður. Það er forseti Alþingis sem gerir það og það er meirihlutinn á Alþingi sem ákvað að styðja,“ sagði Kristrún. Bar hún ákvörðunina undir þig? „Auðvitað vissi ég af þeirri ákvörðun.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira