Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 16:57 Loftmynd af Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur um það bil áttfaldast á sama tíma og laun hafa tæplega sexfaldast. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá greiningardeild Landsbankans sem birt var í dag, en þar segir að greiðslubyrði af meðalláni hafi haldist tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum. Frá aldamótum hafi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um það bil áttfaldast, laun hafi tæplega sexfaldast, og verðlag án húsnæðis hafi tæplega þrefaldast. Raunverð á íbúðum, miðað við vísitölu íbúðaverðs án húsnæðis, hafi því um það bil þrefaldast frá aldamótum. Erfiðara að komast inn á íbúðamarkað Í tilkynningunni segir að af þessu megi ráða að almennt hafi orðið sífellt erfiðara að komast inn á íbúðamarkað. „Enda er fjárfestingin stærri en áður í samanburði við laun. En ýmislegt fleira spilar inn í, til dæmis framboð af íbúðalánum, vextir, lánþegaskilyrði, leiguverð og tilfærslur.“ Þá segir enn fremur að greiðslubyrði hafi þyngst á síðustu árum. Eftir því sem íbúðaverð hækki umfram tekjur kalli íbúðakaup, sérstaklega fyrstu kaup, á meiri lántöku. Tekið er dæmi af húsnæðisláni frá árinu 2004. „Hér er miðað við að árið 2004 sé tekið 10 milljóna króna lán, sem nemur um það bil 70% af meðalverði fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Greiðsla af slíku láni hefði numið um það bil 30% af meðalráðstöfunartekjum árið 2004.“ „Meðallaun voru um 250 þúsund krónur árið 2004 og yfir tímabilið eru launin látin fylgja vísitölu launa. Á þessu tímabili hafa laun hækkað um 320% að nafnvirði á meðan mánaðarleg greiðsla á verðtryggðu láni hefur hækkað um 440%.“ Hægt er að lesa meira um málið á vef Landsbankans. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá greiningardeild Landsbankans sem birt var í dag, en þar segir að greiðslubyrði af meðalláni hafi haldist tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum. Frá aldamótum hafi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um það bil áttfaldast, laun hafi tæplega sexfaldast, og verðlag án húsnæðis hafi tæplega þrefaldast. Raunverð á íbúðum, miðað við vísitölu íbúðaverðs án húsnæðis, hafi því um það bil þrefaldast frá aldamótum. Erfiðara að komast inn á íbúðamarkað Í tilkynningunni segir að af þessu megi ráða að almennt hafi orðið sífellt erfiðara að komast inn á íbúðamarkað. „Enda er fjárfestingin stærri en áður í samanburði við laun. En ýmislegt fleira spilar inn í, til dæmis framboð af íbúðalánum, vextir, lánþegaskilyrði, leiguverð og tilfærslur.“ Þá segir enn fremur að greiðslubyrði hafi þyngst á síðustu árum. Eftir því sem íbúðaverð hækki umfram tekjur kalli íbúðakaup, sérstaklega fyrstu kaup, á meiri lántöku. Tekið er dæmi af húsnæðisláni frá árinu 2004. „Hér er miðað við að árið 2004 sé tekið 10 milljóna króna lán, sem nemur um það bil 70% af meðalverði fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Greiðsla af slíku láni hefði numið um það bil 30% af meðalráðstöfunartekjum árið 2004.“ „Meðallaun voru um 250 þúsund krónur árið 2004 og yfir tímabilið eru launin látin fylgja vísitölu launa. Á þessu tímabili hafa laun hækkað um 320% að nafnvirði á meðan mánaðarleg greiðsla á verðtryggðu láni hefur hækkað um 440%.“ Hægt er að lesa meira um málið á vef Landsbankans.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira