Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 06:45 Mikil eyðilegging blasir við. AP/Julio Cortez Tala látinna í hamfaraflóðum sem dunið hafa á Texas-ríki undanfarna eftir mikla og skyndilega vatnavexti hefur náð 81. Fleiri tuga manns er enn saknað og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar standa í ströngu við að finna týnda ástvini. Kerr-sýsla hefur farið einna verst út úr flóðunum en þar hækkaði vatnsborð Guadalupe-ár um rúma sex metra á innan við tveimur klukkustundum síðastliðinn föstudag. Þar, á bakka Guadalupe-ár, eru kristnar sumarbúðir stúlkna sem heita Camp Mystic. Ellefu stúlkna sem dvöldu í sumarbúðunum er enn saknað og eins starfsmanns. New York Times greinir frá því að á meðal hinna látnu er menntaskólakennari og fjölskylda hans sem fóru í útilegu við bakka Guadalupe-ár. Þau komust ekki undan í tæka tíð þegar vatnavextirnir hófust. Kona á leið til vinnu í verslun Walmart lést einnig þegar hækkandi vatnsborðið gleypti bíl hennar. Eins og fyrr segir er tuga manns enn saknað og stórt viðbragðsteymi björgunarsveita, lögreglumanna og sjálfboðaliða leitar að þeim sem enn er saknað í rústunum. Í gær var talsverð úrkoma á þeim svæðum sem verst hafa komið úr vatnavöxtunum en engin frekari flóð urðu. 28 þeirra látnu eru börn. Sum voru í sumarbúðum og önnur í útileguferðum við bakka árinnar. Mörg hundruð manns taka nú þátt í björgunarstarfi og enn er fólk fundið sem rígheldur sér á trjám eða flýtur á mubblum. Ólíklegra verður með hverri klukkustund að þeir sem fundnir eru séu á lífi. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. 6. júlí 2025 00:17 Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. 5. júlí 2025 09:53 Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. 1. júlí 2025 10:44 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Kerr-sýsla hefur farið einna verst út úr flóðunum en þar hækkaði vatnsborð Guadalupe-ár um rúma sex metra á innan við tveimur klukkustundum síðastliðinn föstudag. Þar, á bakka Guadalupe-ár, eru kristnar sumarbúðir stúlkna sem heita Camp Mystic. Ellefu stúlkna sem dvöldu í sumarbúðunum er enn saknað og eins starfsmanns. New York Times greinir frá því að á meðal hinna látnu er menntaskólakennari og fjölskylda hans sem fóru í útilegu við bakka Guadalupe-ár. Þau komust ekki undan í tæka tíð þegar vatnavextirnir hófust. Kona á leið til vinnu í verslun Walmart lést einnig þegar hækkandi vatnsborðið gleypti bíl hennar. Eins og fyrr segir er tuga manns enn saknað og stórt viðbragðsteymi björgunarsveita, lögreglumanna og sjálfboðaliða leitar að þeim sem enn er saknað í rústunum. Í gær var talsverð úrkoma á þeim svæðum sem verst hafa komið úr vatnavöxtunum en engin frekari flóð urðu. 28 þeirra látnu eru börn. Sum voru í sumarbúðum og önnur í útileguferðum við bakka árinnar. Mörg hundruð manns taka nú þátt í björgunarstarfi og enn er fólk fundið sem rígheldur sér á trjám eða flýtur á mubblum. Ólíklegra verður með hverri klukkustund að þeir sem fundnir eru séu á lífi.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. 6. júlí 2025 00:17 Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. 5. júlí 2025 09:53 Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. 1. júlí 2025 10:44 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. 6. júlí 2025 00:17
Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. 5. júlí 2025 09:53
Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. 1. júlí 2025 10:44