Búið að boða til nýs fundar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 12:09 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira