Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 06:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir (t.v.) segir að Jens Garðar Helgason (t.h.) hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjald vegna hagsmunaáreksturs. Vísir Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hafi áhrif á afstöðu hans til veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi þingflokksformaður flokks hans tekur undir gagnrýni á hæfi hans til að fjalla um málið. Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira