„Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 07:32 Katla Tryggvadóttir náði að leika sínar fyrstu mínútur á stórmóti í gær og má vera stolt. vísir/Anton „Eins og mamma segir: Við fáum fram að miðnætti til að svekkja okkur. Svo höldum við bara áfram, næsti leikur,“ sagði hin tvítuga Katla Tryggvadóttir í gærkvöld, eftir 1-0 tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM. Vonbrigðin yfir tapinu skyggðu á annars stóra stund fyrir hana í Thun í gær. Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Katla átti frísklega innkomu í lið Íslands á lokakaflanum í erfiðri stöðu liðsins, sem misst hafði Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald í seinni hálfleik, og var einn af ljósu punktunum á annars myrku kvöldi. „Ég kom bara inná og ákvað að kýla á þetta. Ég er bara ánægð með það og ógeðslega flottar líka hinar sem komu inná,“ sagði Katla en íslenska liðið sýndi líklega sínar bestu hliðar eftir að það hafði misst mann af velli og fengið á sig mark. Þrátt fyrir ungan aldur er hún fyrirliði sænska Íslendingaliðsins Kristianstad og það sást hvers vegna í gær, þegar Katla byrjaði strax að hrópa á leikmenn í kringum sig í frumraun sinni á stórmóti: „Já, það er hluti af mínum leik að tala og peppa og stýra.“ Þrátt fyrir tapið var Katla meðvituð um tímamótin sem felast í því að spila í fyrsta sinn á stórmóti og það fyrir framan fullan leikvang og frábæra íslenska stuðningsmenn: „Þetta er eitthvað sem mann dreymir um þegar maður er lítill. Ógeðslega gaman og ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessari veislu. Fjölskyldan mín var uppi í stúkunni og það var rosalega gott að hitta þau eftir leik og knúsa þau. Sérstaklega þar sem ég bý erlendis og fæ ekki að sjá þau mjög oft. Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau uppi í stúkunni. Ég er ógeðslega glöð að þau komu öll út,“ sagði Katla. Katla Tryggvadóttir býr sig undir að spyrna í boltann en Katariina Kosola, markaskorari Finnlands, er til varnar.Getty/Noemi Llamas „Ég tek utan um hana“ Tvö stór atvik settu svip sinn á leikinn í gær. Rauða spjaldið sem Hildur fékk í seinni hálfleik og veikindi Glódísar Perlu Viggósdóttur sem varð á endanum að hætta leik í hálfleik. „Auðvitað er mjög erfitt að missa fyrirliðann okkar af velli en mér fannst líka aðrar stíga upp í staðinn. Þannig virkar þetta þegar maður er í liði. Vonandi nær hún bara að jafna sig sem fyrst. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá sá ég ekki alveg hvað gerðist [þegar Hildur var rekin af velli]. Ég sá bara allt í einu rautt spjald fara á loft. Þetta er hluti af leiknum og svona gerist. Bara leiðinlegt fyrir hana. Ég tek utan um hana á eftir,“ sagði Katla líkt og sannur leiðtogi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn