„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 18:51 Þingflokksformaður repúblikana í öldungadeildinni John Thune fyrir miðju. AP/J. Scott Applewhite „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í fulltrúadeildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir og samsvarar tæplega 400 billjónum íslenskra króna. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr fylkjum sem þykja höll undir Demókrataflokkinn sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í fulltrúadeildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir og samsvarar tæplega 400 billjónum íslenskra króna. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr fylkjum sem þykja höll undir Demókrataflokkinn sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50