Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Boði Logason skrifar 1. júlí 2025 15:49 Nú munu allir landsmenn geta horft á sjónvarpsstöðina Sýn, áður Stöð 2, í opinni dagskrá. Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Í tilkynningu frá Sýn segir að með þessu sé nýr kafli skrifaður í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref tekið í vegferðinni sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar. „Við erum jafnframt að einfalda pakkaframboð Sýnar til að gera aðgang greiðari fyrir áskrifendur. Á næstu dögum og vikum munum við vera í sambandi við áskrifendur og kynna nýtt pakkaframboð Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Allt efni birtist fyrst á Sýn+ Á sama tíma sé sjónvarpsstöðin Sýn að gera áherslubreytingar sem feli í sér að allt efni birtist fyrst á streymisveitunni Sýn+, einni stærstu streymisveitu landsins með hundruð innlendra og erlendra titla. „Áskrifendur Sýnar+ munu njóta aukins sveigjanleika og aðgangs að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur geta hámhorft hvar og hvenær sem er, án auglýsinga inni í þáttum. Þá verður valið sjónvarpsefni eingöngu aðgengilegt í gegnum Sýn+,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttir og Ísland í dag verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað í opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að sjónvarpsstöðin gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar. „Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar Sýn aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar. Um leið höldum við áfram að mæta breyttum áhorfsvenjum með þjónustu sem býður upp á aukið frelsi, meiri upplifun, hámhorf og forskot á innihald,“ segir hún. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að þeir sem vilji njóta sjónvarpsefnis fyrr geti horft á SÝN+ hvar og hvenær sem er.Anton Brink Streymisveitan Sýn+ sé fyrir þá sem vilji njóta efnis fyrr, velja hvar og hvenær þeir horfa og fái aðgang að fjölbreyttu úrvali af hágæða sjónvarpsefni. „Hvort sem um ræðir vinsælustu íslensku þáttaraðirnar, heimildamyndir, barnaefni eða aðra afþreyingu þá fá áskrifendur Sýnar+ meira efni á undan öðrum. Sýn byggir á sterkum grunni og munum við áfram kappkosta við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegt sjónvarpsefni, metnaðarfulla íslenska dagskrá og allt það besta úr heimi íþróttanna. Það er betra að vera með Sýn,“ segir hún. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Tímamót Kauphöllin Streymisveitur FM957 X977 Fjarskipti Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn segir að með þessu sé nýr kafli skrifaður í íslenskri sjónvarpssögu og næsta skref tekið í vegferðinni sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar. „Við erum jafnframt að einfalda pakkaframboð Sýnar til að gera aðgang greiðari fyrir áskrifendur. Á næstu dögum og vikum munum við vera í sambandi við áskrifendur og kynna nýtt pakkaframboð Sýnar,“ segir í tilkynningunni. Allt efni birtist fyrst á Sýn+ Á sama tíma sé sjónvarpsstöðin Sýn að gera áherslubreytingar sem feli í sér að allt efni birtist fyrst á streymisveitunni Sýn+, einni stærstu streymisveitu landsins með hundruð innlendra og erlendra titla. „Áskrifendur Sýnar+ munu njóta aukins sveigjanleika og aðgangs að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur geta hámhorft hvar og hvenær sem er, án auglýsinga inni í þáttum. Þá verður valið sjónvarpsefni eingöngu aðgengilegt í gegnum Sýn+,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttir og Ísland í dag verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað í opinni dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að sjónvarpsstöðin gegni lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar. „Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar Sýn aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar. Um leið höldum við áfram að mæta breyttum áhorfsvenjum með þjónustu sem býður upp á aukið frelsi, meiri upplifun, hámhorf og forskot á innihald,“ segir hún. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í tilkynningu að þeir sem vilji njóta sjónvarpsefnis fyrr geti horft á SÝN+ hvar og hvenær sem er.Anton Brink Streymisveitan Sýn+ sé fyrir þá sem vilji njóta efnis fyrr, velja hvar og hvenær þeir horfa og fái aðgang að fjölbreyttu úrvali af hágæða sjónvarpsefni. „Hvort sem um ræðir vinsælustu íslensku þáttaraðirnar, heimildamyndir, barnaefni eða aðra afþreyingu þá fá áskrifendur Sýnar+ meira efni á undan öðrum. Sýn byggir á sterkum grunni og munum við áfram kappkosta við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skemmtilegt sjónvarpsefni, metnaðarfulla íslenska dagskrá og allt það besta úr heimi íþróttanna. Það er betra að vera með Sýn,“ segir hún. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Tímamót Kauphöllin Streymisveitur FM957 X977 Fjarskipti Tengdar fréttir Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. 12. júní 2025 08:30