Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon og Gunnar Alexander Ólafsson skrifa 1. júlí 2025 10:32 Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun