Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:30 „Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun