Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 11:53 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. vísir/vilhelm Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“ Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“
Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira