Óbreyttir borgarar féllu í árásum Rússa á úkraínskar borgir Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 12:22 Rússneskur hermaður hleður fallbyssu og býr sig undir að skjóta á Úkraínumenn á ónefndum stað í Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti myndina í dag. AP/varnarmálaráðuneyti Rússlands Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag. Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
„Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30