Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar 19. júní 2025 12:16 Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins. Við í ferðaþjónustunni erum stolt af okkar framlagi til hagsældar á Íslandi. Eftir hrun var það ferðaþjónustan sem dró vagninn og kom hjólum hagkerfisins aftur af stað. Jákvæður viðskiptajöfnuður, skuldlaus gjaldeyrisforði og fjölbreytt atvinnutækifæri, sérstaklega á landsbyggðinni, eru allt beinar afleiðingar vaxtar greinarinnar. Umræða um ferðaþjónustu á að byggja á gögnum og staðreyndum Forsætisráðherra sendi íslenskri ferðaþjónustu heldur kaldar kveðjur í viðtali sem hún veitti eftir ríkisstjórnarfund á dögunum. Ummælin voru með þeim hætti að þeim þúsundum Íslendinga sem eiga allt sitt undir ferðaþjónustunni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Kristrún gaf í skyn að vöxtur ferðaþjónustunnar væri vandamál og tók undir að ferðþjónustan væri innviðafrek. Hún sagði að ferðaþjónustan kostaði mikið umstang og gaf í skyn að greinin flytti inn of mikið að erlendu vinnuafli sem reyndi of mikið á innviði landsins, húsnæðismarkað, heilbrigðisþjónustu og vegakerfið og drægi úr hagvexti reiknaðan niður á höfðatölu. Að nú þyrfti beinlínis að skoða hvort eðlilegt væri að ferðaþjónustan á Íslandi fái að vaxa áfram. Því miður, eða öllu heldur sem betur fer, stenst næstum ekkert af þessum meiningum forsætisráðherra einfalda skoðun út frá gögnum og staðreyndum um ferðaþjónustu. Enginn vöxtur frá árinu 2018 Í fyrsta lagi er vöxtur ferðaþjónustunnar alls ekki mikill. Ferðaþjónustan hefur í raun ekki vaxið síðustu 7 árin eða frá árinu 2018, hvort sem litið er til fjölda ferðamanna eða fjölda starfsfólks í greininni. Fjöldi gesta og dvalartími þeirra árið 2024 var undir árinu 2018 og það stefnir í fækkun ferðamanna á þessu ári. Ferðaþjónusta ekki frek á innviði Í öðru lagi er ferðaþjónustan ekki innviðafrek. Í okkar fámenna landi ættum við að vera þakklát fyrir að gestirnir okkar bæti nýtingu innviða landsins, greiði fyrir það fullt gjald og hjálpi okkur þar með við fjármögnun þeirra og rekstur. Hvergi eru gestir okkar að nota innviði án þess að greiða fyrir þá. Rétt er að minnast sérstaklega á vegakerfið í því sambandi. ALLIR okkar gestir greiða fullt gjald fyrir að nota vegina okkar en stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki skilað þeim fjármunum til innviðafjárfestinga. Þar er ekki við ferðaþjónustuna að sakast. 75% innflutts vinnuafls ekki í ferðaþjónustu Í þriðja lagi hafa Samtök ferðaþjónustunnar sýnt fram á það með ítarlegum gögnum sem forsætisráðherra og aðrir stjórnmálamenn fengu send fyrir kosningar (sjá https://saf.is/stadreyndir-um-ferdathjonustu/), að ferðaþjónustan hefur alls ekki flutt inn meira af erlendu vinnuafli en aðrar greinar á Íslandi síðastliðin ár. Á árunum 2017-2023 fluttu bæði hið opinbera og iðnaðurinn inn fleiri en ferðaþjónustan og reyndar varð 75% af heildarfjölgun erlends starfsfólks á tímabilinu í öðrum atvinnugreinum en ferðaþjónustu. Það er því ekki við ferðaþjónustuna sérstaklega að sakast þegar kemur að mannfjölgunarnefnaranum í útreikningi á hagvexti á mann. Þar verður hið opinbera til dæmis að horfa í spegilinn. Allur launaskalinn undir Í fjórða lagi þá skapar ferðþjónustan allskonar störf bæði í greininni sjálfri og tengdum greinum og þar er allur launaskalinn undir. Þannig fundu til að mynda iðnaðarmenn, listamenn, gosdrykkjaframleiðendur, bændur, arkitektar, verkfræðingar og lögfræðingar fyrir neikvæðum áhrifum á verkefnastöðuna í heimsfaraldrinum þegar ferðaþjónustan stöðvaðist nær alveg. Það er leiðinlega lífseig goðsögn að öll störf í ferðaþjónustu á Íslandi séu láglaunastörf. Þeir sem halda slíku fram opinbera fyrst og fremst eigin vanþekkingu á virðiskeðju og umfangi atvinnugreinarinnar. Stjórnvöld dregið lappirnar Í fimmta lagi þarf að hafa í huga að aukin verðmætasköpun í ferðaþjónustunni byggir á markvissri vöru- og tækniþróun og því að laða hingað til lands réttu viðskiptavinina. Þar hafa stjórnvöld sjálf dregið lappirnar með því að fjárfesta ekki í almennri markaðssetningu landsins á okkar lykilmörkuðum. Lengri dvalartími, hærri tekjur á hvern gest og aukin arðsemi verða ekki til nema við sendum réttu skilaboðin til réttra viðakenda (markhópa) á erlendum mörkuðum. Þar vantar nú mikið uppá að stjórnvöld sinni sínu mikilvæga hlutverki þrátt fyrir ítrekaðar og skýrar ábendingar nær allra í stoðkerfi ferðaþjónustunnar hér á landi síðustu ár. Árangursrík atvinnustefna verður aðeins til í samstarfi við atvinnugreinarnar sjálfar Til þess að móta nýja atvinnustefnu á Íslandi og kynna hana með haustinu er nauðsynlegt að þeir sem taka þátt í því verkefni þekki íslenskt atvinnulíf vel. Það sætir vissulega tíðindum ef opinberir starfsmenn einir síns liðs eiga að móta þessa stefnu og gefur því miður ekki tilefni til að ætla að sátt náist um hana. Yfirlýsing forsætisráðherra um að nú þurfi að stöðva vöxt atvinnugeinar sem ekki hefur vaxið síðustu sjö árin sýnir vel að ný atvinnustefna verður ekki langlíf ef atvinnugreinarnar sjálfar taka ekki þátt í mótun hennar. Það er afar mikilvægt í þessu samhengi að Alþingi hefur nýlega samþykkt ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun um ferðaþjónustu til 2030 sem núverandi ríkisstjórn hefur lýst yfir fullum stuðningi við og vinnur nú að því að framfylgja. Það er frábært vegna þess að það er einstakt að til sé samþykkt stefna um framþróun stærstu útflutningsgreinar þjóðarinnar sem full sátt ríkir um milli hins opinbera og þeirra sem starfa í atvinnugreininni. Sú staða er beinlínis orðin til vegna þess að stefnan var markvisst unnin í víðtæku og nánu samstarfi ríkisins, sveitarfélaganna og atvinnufyrirtækjanna sjálfra. Ferðaþjónustan tilbúin í samstarf Af þessu má því læra tvennt, annars vegar að ferðamálastefnan hlýtur að vera grundvallaratriði þegar kemur að því að móta atvinnustefnu fyrir Ísland og hins vegar að það er hægt að ná frábærum árangri með markvissu og nánu samstarfi hins opinbera og atvinnulífsins um framtíðarsýn og stefnumörkun. Við í ferðaþjónustunni erum sannarlega til í að leggja okkar lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu með þekkingu, innsýn, reynslu, áreiðanleg gögn og upplýsingar um stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar að vopni. Við hlökkum til samstarfsins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins. Við í ferðaþjónustunni erum stolt af okkar framlagi til hagsældar á Íslandi. Eftir hrun var það ferðaþjónustan sem dró vagninn og kom hjólum hagkerfisins aftur af stað. Jákvæður viðskiptajöfnuður, skuldlaus gjaldeyrisforði og fjölbreytt atvinnutækifæri, sérstaklega á landsbyggðinni, eru allt beinar afleiðingar vaxtar greinarinnar. Umræða um ferðaþjónustu á að byggja á gögnum og staðreyndum Forsætisráðherra sendi íslenskri ferðaþjónustu heldur kaldar kveðjur í viðtali sem hún veitti eftir ríkisstjórnarfund á dögunum. Ummælin voru með þeim hætti að þeim þúsundum Íslendinga sem eiga allt sitt undir ferðaþjónustunni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Kristrún gaf í skyn að vöxtur ferðaþjónustunnar væri vandamál og tók undir að ferðþjónustan væri innviðafrek. Hún sagði að ferðaþjónustan kostaði mikið umstang og gaf í skyn að greinin flytti inn of mikið að erlendu vinnuafli sem reyndi of mikið á innviði landsins, húsnæðismarkað, heilbrigðisþjónustu og vegakerfið og drægi úr hagvexti reiknaðan niður á höfðatölu. Að nú þyrfti beinlínis að skoða hvort eðlilegt væri að ferðaþjónustan á Íslandi fái að vaxa áfram. Því miður, eða öllu heldur sem betur fer, stenst næstum ekkert af þessum meiningum forsætisráðherra einfalda skoðun út frá gögnum og staðreyndum um ferðaþjónustu. Enginn vöxtur frá árinu 2018 Í fyrsta lagi er vöxtur ferðaþjónustunnar alls ekki mikill. Ferðaþjónustan hefur í raun ekki vaxið síðustu 7 árin eða frá árinu 2018, hvort sem litið er til fjölda ferðamanna eða fjölda starfsfólks í greininni. Fjöldi gesta og dvalartími þeirra árið 2024 var undir árinu 2018 og það stefnir í fækkun ferðamanna á þessu ári. Ferðaþjónusta ekki frek á innviði Í öðru lagi er ferðaþjónustan ekki innviðafrek. Í okkar fámenna landi ættum við að vera þakklát fyrir að gestirnir okkar bæti nýtingu innviða landsins, greiði fyrir það fullt gjald og hjálpi okkur þar með við fjármögnun þeirra og rekstur. Hvergi eru gestir okkar að nota innviði án þess að greiða fyrir þá. Rétt er að minnast sérstaklega á vegakerfið í því sambandi. ALLIR okkar gestir greiða fullt gjald fyrir að nota vegina okkar en stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki skilað þeim fjármunum til innviðafjárfestinga. Þar er ekki við ferðaþjónustuna að sakast. 75% innflutts vinnuafls ekki í ferðaþjónustu Í þriðja lagi hafa Samtök ferðaþjónustunnar sýnt fram á það með ítarlegum gögnum sem forsætisráðherra og aðrir stjórnmálamenn fengu send fyrir kosningar (sjá https://saf.is/stadreyndir-um-ferdathjonustu/), að ferðaþjónustan hefur alls ekki flutt inn meira af erlendu vinnuafli en aðrar greinar á Íslandi síðastliðin ár. Á árunum 2017-2023 fluttu bæði hið opinbera og iðnaðurinn inn fleiri en ferðaþjónustan og reyndar varð 75% af heildarfjölgun erlends starfsfólks á tímabilinu í öðrum atvinnugreinum en ferðaþjónustu. Það er því ekki við ferðaþjónustuna sérstaklega að sakast þegar kemur að mannfjölgunarnefnaranum í útreikningi á hagvexti á mann. Þar verður hið opinbera til dæmis að horfa í spegilinn. Allur launaskalinn undir Í fjórða lagi þá skapar ferðþjónustan allskonar störf bæði í greininni sjálfri og tengdum greinum og þar er allur launaskalinn undir. Þannig fundu til að mynda iðnaðarmenn, listamenn, gosdrykkjaframleiðendur, bændur, arkitektar, verkfræðingar og lögfræðingar fyrir neikvæðum áhrifum á verkefnastöðuna í heimsfaraldrinum þegar ferðaþjónustan stöðvaðist nær alveg. Það er leiðinlega lífseig goðsögn að öll störf í ferðaþjónustu á Íslandi séu láglaunastörf. Þeir sem halda slíku fram opinbera fyrst og fremst eigin vanþekkingu á virðiskeðju og umfangi atvinnugreinarinnar. Stjórnvöld dregið lappirnar Í fimmta lagi þarf að hafa í huga að aukin verðmætasköpun í ferðaþjónustunni byggir á markvissri vöru- og tækniþróun og því að laða hingað til lands réttu viðskiptavinina. Þar hafa stjórnvöld sjálf dregið lappirnar með því að fjárfesta ekki í almennri markaðssetningu landsins á okkar lykilmörkuðum. Lengri dvalartími, hærri tekjur á hvern gest og aukin arðsemi verða ekki til nema við sendum réttu skilaboðin til réttra viðakenda (markhópa) á erlendum mörkuðum. Þar vantar nú mikið uppá að stjórnvöld sinni sínu mikilvæga hlutverki þrátt fyrir ítrekaðar og skýrar ábendingar nær allra í stoðkerfi ferðaþjónustunnar hér á landi síðustu ár. Árangursrík atvinnustefna verður aðeins til í samstarfi við atvinnugreinarnar sjálfar Til þess að móta nýja atvinnustefnu á Íslandi og kynna hana með haustinu er nauðsynlegt að þeir sem taka þátt í því verkefni þekki íslenskt atvinnulíf vel. Það sætir vissulega tíðindum ef opinberir starfsmenn einir síns liðs eiga að móta þessa stefnu og gefur því miður ekki tilefni til að ætla að sátt náist um hana. Yfirlýsing forsætisráðherra um að nú þurfi að stöðva vöxt atvinnugeinar sem ekki hefur vaxið síðustu sjö árin sýnir vel að ný atvinnustefna verður ekki langlíf ef atvinnugreinarnar sjálfar taka ekki þátt í mótun hennar. Það er afar mikilvægt í þessu samhengi að Alþingi hefur nýlega samþykkt ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun um ferðaþjónustu til 2030 sem núverandi ríkisstjórn hefur lýst yfir fullum stuðningi við og vinnur nú að því að framfylgja. Það er frábært vegna þess að það er einstakt að til sé samþykkt stefna um framþróun stærstu útflutningsgreinar þjóðarinnar sem full sátt ríkir um milli hins opinbera og þeirra sem starfa í atvinnugreininni. Sú staða er beinlínis orðin til vegna þess að stefnan var markvisst unnin í víðtæku og nánu samstarfi ríkisins, sveitarfélaganna og atvinnufyrirtækjanna sjálfra. Ferðaþjónustan tilbúin í samstarf Af þessu má því læra tvennt, annars vegar að ferðamálastefnan hlýtur að vera grundvallaratriði þegar kemur að því að móta atvinnustefnu fyrir Ísland og hins vegar að það er hægt að ná frábærum árangri með markvissu og nánu samstarfi hins opinbera og atvinnulífsins um framtíðarsýn og stefnumörkun. Við í ferðaþjónustunni erum sannarlega til í að leggja okkar lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu með þekkingu, innsýn, reynslu, áreiðanleg gögn og upplýsingar um stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar að vopni. Við hlökkum til samstarfsins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar