Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2025 06:50 Íbúar í Tel Avív leita skjóls á lestarstöð á meðan loftárásir Írana héldu áfram. Vísir/EPA Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. Um þúsund rúm eru á spítalanum en hann þjónar um milljón manns í Beersheba, í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingu frá spítalanum kemur fram að hluti hans sé skemmdur og að á bráðamóttöku væri verið að hlúa að fólki með minni háttar meiðsl. Ekki er tekið við nýjum sjúklingum á meðan en fjölmargir spítalar í Ísrael virkjuðu neyðarplan sín síðustu vikuna og breyttu bílastæðum neðanjarðar í spítalagólf og færðu sjúklinga neðar í húsin, sérstaklega þá sem eru í öndunarvélum og eiga erfitt með að fara hratt um. Íran skaut einnig á íbúðablokk í Tel Avív og fleiri staði í Ísrael í nótt. Í það minnsta 40 særðust í árásinni samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum í Ísrael. Fjallað er um það á vef AP að Íran hafi skotið hundruðum dróna og eldflauga að Ísrael en að flest þeirra séu skotin niður af loftvarnarkerfi þeirra. Gervihnattamynd sem er tekin 14. júní áþ þessu ári af kjarnorkustöðinni Arak. Myndin er tekin af Maxar Technologies.Vísir/EPA Ísrael hélt áfram á sama tíma árásum sínum á Íran og lagði áherslu á ýmsar hernaðarlegar staðsetningar og staðsetningar sem tengjast kjarnorkuvopnastöðvum þeirra og framleiðslu, eins og Arak. Kjarnorkustöðin er staðsett í um 250 kílómetra fjarlægð frá Teheran. Í frétt AP segir að í sjónvarpsfréttum í Íran hafi verið fjallað um árás á Arak og að það væri engin hætta á geislun. Fréttamaður sem hafi verið í beinni frá Khondab, nærliggjandi bæ, sagði að kjarnorkustöðin hefði verið rýmd og að engar skemmdir væru á svæðunum í kring. Ísrael hefur varað við því að þeir muni ráðast á stöðina og hvatti almenning til að fara frá svæðinu. Árásir Ísraela hafa beinst að svæðum þar sem Íranir eru að auðga úran og vinna með kjarnorku. Þungavatnsofninn Arak er notaður til að kæla kjarnorkuvopn en framleiðir plútón sem getur einnig verið notað til að framleiða kjarnorkuvopn. Árásir í Ísrael og Íran hafa staðið í rúma viku núna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Um þúsund rúm eru á spítalanum en hann þjónar um milljón manns í Beersheba, í suðurhluta Ísrael. Í yfirlýsingu frá spítalanum kemur fram að hluti hans sé skemmdur og að á bráðamóttöku væri verið að hlúa að fólki með minni háttar meiðsl. Ekki er tekið við nýjum sjúklingum á meðan en fjölmargir spítalar í Ísrael virkjuðu neyðarplan sín síðustu vikuna og breyttu bílastæðum neðanjarðar í spítalagólf og færðu sjúklinga neðar í húsin, sérstaklega þá sem eru í öndunarvélum og eiga erfitt með að fara hratt um. Íran skaut einnig á íbúðablokk í Tel Avív og fleiri staði í Ísrael í nótt. Í það minnsta 40 særðust í árásinni samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum í Ísrael. Fjallað er um það á vef AP að Íran hafi skotið hundruðum dróna og eldflauga að Ísrael en að flest þeirra séu skotin niður af loftvarnarkerfi þeirra. Gervihnattamynd sem er tekin 14. júní áþ þessu ári af kjarnorkustöðinni Arak. Myndin er tekin af Maxar Technologies.Vísir/EPA Ísrael hélt áfram á sama tíma árásum sínum á Íran og lagði áherslu á ýmsar hernaðarlegar staðsetningar og staðsetningar sem tengjast kjarnorkuvopnastöðvum þeirra og framleiðslu, eins og Arak. Kjarnorkustöðin er staðsett í um 250 kílómetra fjarlægð frá Teheran. Í frétt AP segir að í sjónvarpsfréttum í Íran hafi verið fjallað um árás á Arak og að það væri engin hætta á geislun. Fréttamaður sem hafi verið í beinni frá Khondab, nærliggjandi bæ, sagði að kjarnorkustöðin hefði verið rýmd og að engar skemmdir væru á svæðunum í kring. Ísrael hefur varað við því að þeir muni ráðast á stöðina og hvatti almenning til að fara frá svæðinu. Árásir Ísraela hafa beinst að svæðum þar sem Íranir eru að auðga úran og vinna með kjarnorku. Þungavatnsofninn Arak er notaður til að kæla kjarnorkuvopn en framleiðir plútón sem getur einnig verið notað til að framleiða kjarnorkuvopn. Árásir í Ísrael og Íran hafa staðið í rúma viku núna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“.
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11
Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15
„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21