Hefur ekki náð sér á strik síðan Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júní 2025 07:31 Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun