Þétting á 27. brautinni Friðjón R. Friðjónsson skrifar 8. júní 2025 15:30 Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar