„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 22:10 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira