Dóru Björt svarað! Jón G. Hauksson skrifar 4. júní 2025 10:33 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, var býsna brött í grein sinni í Vísi í gær. Hér verða dregnar fram tilvitnanir úr grein hennar og þeim svarað lið fyrir lið. Dóra byrjar grein sína á húsnæðisátaki borgarinnar. 1. DÓRA: „Húsnæðisátak borgarinnar sem hófst í Grafarvogi snýst um að flýta húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir en það gekk á tímabili hægar að byggja vegna verðbólgu og hárra vaxta.“ Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verðbólga og háir vextir eru frekar afleiðing af því að meirihlutinn í borginni hefur árum saman ekki sinnt skyldu sinni við að nema ný lönd og finna ný byggingarhverfi heldur lagt áherslu á að þétta byggð í borginni svo úr hefur orðið húsnæðisskortur! 2. DÓRA: „Svo mætir það vöntun á minni uppbyggingarlóðum í borginni þannig að minni verktakar fái verkefni og fleiri hendur vinnu við húsnæðisuppbyggingu.“ Það var og! Hér virðist þéttingin í Grafarvogi skyndilega vera í þágu verktaka. 3. DÓRA: „Greining á skólum borgarinnar um hvar væri svigrúm til að fjölga nemendum leiddi í ljós að hægt væri að fjölga íbúðum í Grafarvogi án þess að byggja nýja skóla.“ Rangt! Innviðir í Grafarvogi, eins og vegakerfi, skólar og heilsugæsla, eru þegar sprungnir. Þess utan er ástandið í skólamálum Reykjavíkurborgar mjög krítískt vegna stóraukins álags kennara, sérkennara, námsráðgjafa og skólaliða vegna aukins fjölda barna sem hafa flust til landsins og hafið nám í skólum og leikskólum borgarinnar undanfarin ár. Kennarar eru að kikna undan álagi. Skólakerfið og innviðir því tengdu eru sprungnir! 4. DÓRA: „Til að setja þetta aðeins í samhengi eru þetta mun færri íbúðir en eru núna í uppbyggingu í miðborginni þar sem 538 íbúðir eru í uppbyggingu árið 2025.“ Þetta er svolítið sérstakt. Þéttingin í Grafarvogi er réttlætt með því að hún sé minni en yfirstandandi þétting í miðborginni. Hljómar eins og að vitlaus stefna í Grafarvogi sé í lagi því vitleysan í miðboginni sé ennþá meiri. Dóra Björt getur ekki troðið niður íbúðum samhengislaust hér og þar í Grafarvogi við stofnbrautir með þeim rökum að um færri íbúðir sé að ræða en í miðborginni – en þéttingin þar hefur verið harðlega gagnrýnd og þéttingaríbúðir dýrari og fyrst og fremst fyrir þá efnameiri. 5. DÓRA: „Eftir að fyrstu uppbyggingarhugmyndir um nýja íbúðabyggð í Grafarvogi voru kynntar fyrir íbúum haustið 2024 voru áform rýnd út frá athugasemdum þar sem gengið var mjög langt í að mæta sjónarmiðum íbúa.“ Rangt! Sjónarmiðum íbúa hefur ekki verið mætt sem neinu nemur. Borgarfulltrúar geta ekki sett fram ýktar tillögur um þéttingu í upphafi til þess eins að geta dregið lítillega í land og sagst í kjölfarið ganga mjög langt í að mæta sjónarmiðum íbúa – og allir eigi þá að vera fegnir og ánægðir. 6. DÓRA: „Allt tal um að ekki sé hlustað á íbúa stenst heldur ekki skoðun því við höfum sjaldan gengið jafn langt í að leita samtals við íbúa eða í að aðlaga tillögur að athugasemdum þeirra.“ Þetta er allt að því móðgun. Samtal við íbúa hefur verið yfirborðskennt og fráleitt að halda því fram að tillögurnar hafi verið lagaðar að athugasemdum íbúa. Vilji íbúa okkar í Grafarvogi er mjög skýr: Við höfnum þessum áformum í einu og öllu – og höfum komið því áleiðis á mjög fjölmennum íbúafundum sem og sent á annað þúsund kröftug mótmæli inn í Skipulagsgáttina undanfarnar vikur. 7. DÓRA: „Við höfum sannarlega hlustað vel á íbúa og breytt miklu og þó er samráðsferlinu hvergi lokið. Við erum ekki einu sinni farin af stað með lögformlegt samráð og sá ferill er allur eftir en þó hafa áformin þegar tekið gríðarmiklum breytingum nú þegar.“ Þessi fullyrðing er nánast óskiljanleg; „hlustað vel á íbúa og breytt miklu“. Dóra Björt og meirihlutinn í borgarstjórn eru þegar byrjuð að úthluta íbúðum með fyrirvara á þéttingarreitum. Lágmarks kurteisi hefði verið að bíða með þær úthlutanir þar til breytt aðaskipulag væri auglýst og staðfest í stað þess að ögra íbúum með því stíga þetta skref í úthlutunum í miðju ferli. Sannast sagna ekki mjög sannfærandi. En Dóra á inni sterkan leik; að hætta við þéttinguna í hinu „lögformlega samráði“ fyrst sá ferill er allur eftir að hennar sögn. 8. DÓRA: „Það er hægt að byggja vel og illa hvort sem þú ert að þétta eða dreifa byggð svo gæðin snúast ekki um skipulagsstefnuna heldur vinnubrögðin.“ Athyglisvert! Hér er sagt að gæðin snúist ekki um skipulagsstefnuna heldur einhver vinnubrögð. Góðir leiðtogar marka stefnuna og varða leiðina sem unnið er eftir. Auðvitað snýst málið því um stefnuna; skipulagsstefnuna – nýtt deili- og aðalskipulag – þar sem verið er að þétta byggðina. Það eru líka tákn um gæði í vinnubrögðum að borgarfulltrúar, sem eru í vinnu fyrir íbúana, vinni fyrir þá en ekki gegn þeim. 9. DÓRA: „Á íbúafundi í Grafarvogi heyrði ég í samtölum mínum að flestum þótti eðlilegt að byggja meira innan Grafarvogs og þótti margar af þessum tillögum prýðilegar þó eitt og annað mætti athuga og fólu þau samtöl í sér allt önnur skilaboð en yfirlýsingagleði einstaka sjálfskipaðra fulltrúa Grafarvogs sem heyrst hefur á opinberum vettvangi um að allt sé þetta hrikalegt.“ Merkilegt – mjög svo. Dóra kýs að skilja skilaboðin frá fjölmennum íbúafundum (en hún hefur ekki mætt á síðustu tvo þeirra, svo ég viti til) á þá leið að íbúum þyki „eðlilegt að byggja meira innan Grafarvogs“. Þetta heitir að lesa salinn vitlaust. Svo ræðir hún um „sjálfskipaða fulltrúa Grafarvogs“ og geta sjálfsagt hundruð Grafarvogsbúa tekið þá hæðnisglósu til sín. En hvað varð allt í einu um fallega íbúalýðræðið og að raddir íbúa ættu að heyrast? 10. DÓRA: „Í þessu ljósi er erfitt að skilja skynsemina í því að setja verkefnin í Grafarvogi öll undir sama hatt og gefa í skyn að þau séu öll vond hugmynd eins og þessar sömu gagnrýnisraddir hafa gert. Slíkt er í fullri einlægni erfitt að taka alvarlega fyrir þau okkar sem erum sannarlega að hlusta en ber samt að fjölga íbúðum um alla borg meðal annars vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir.“ Ofsögum sagt. Það er ofsögum sagt að Dóra og félagar séu „sannarlega að hlusta“ á sjónarmið íbúa í Grafarvogi. Þess utan „ber“ borginni engin skylda til að rústa aðalskipulaginu og fjölga íbúðum í grónum hverfum um alla borg. Nær væri fyrir Dóru að nema ný lönd annars staðar en á litlum þéttingarreitum við fjölfarnar götur í Grafarvogi standi hugur hennar til að leysa úr lóðaskorti og húsnæðiskrísu. 11. DÓRA: „Til þess að mæta húsnæðiskrísunni verðum við öll að leggja hönd á plóg og það getur varla talist eðlileg krafa að Grafarvogur standi utan þeirrar ábyrgðar.“ Mikið sagt! Grafarvogsbúar leggja svo sannarlega sín lóð á vogarskálarnar með fyrirsjáanlegri stóraukinni umferð um hverfið en gífurleg fjölgun íbúða (allt að 20 þúsund manna byggð) er fyrirhuguð í nærumhverfi Grafarvogs sem verður til þess að umferð um Grafarvog mun stóraukast. Spyrja má á móti hvort það felist í því mikil „ábyrgð“ af hálfu Dóru að hunsa þessa framtíðarsýn og leyfa sér að byggja á litlum blettum alveg upp að öflugum umferðaræðum og þrengja þannig að umferðinni í stað þess að gefa henni aukið rými – og eiga inni fyrir fyrirsjáanlegum umbótum á vegakerfinu í Grafarvogi vegna aukinnar umferðar. Dóra er hins vegar á móti bílum og bílaumferð! Og þetta með plóginn; við leggjum ekki hönd á þann stóra plóg sem hún ætlar að nota í stórfelldan uppgröft í grónum hverfum Grafarvogs á næstu árum. 12. DÓRA: „Á sama tíma bætir það hverfin og eflir að byggja innan þeirra, glæðir almannarýmin enn meira lífi, færir fleirum aðgengi að nærþjónustu og verslun í nærumhverfi og einstaklingar og fjölskyldur sem vantar heimili sem hentar fá tækifæri til að búa innan dásamlegra og fjölskylduvænna hverfa.“ Fallegt ef satt væri! Það bætir hins vegar ekki gróin hverfi að grafa þau upp með miklu jarðraski og gröfum með tilheyrandi þungaflutningum - og troða þar niður einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum á örlitlum þéttingarreitum nánast ofan í þegar sprungið vegakerfið – og það í óþökk flestra íbúa. Og hvað þá að það sé „dásamlegt og fjölskylduvænt“ að ganga á græn svæði; hjóla- og göngustíga; byrgja útsýni ökumanna; byrgja útsýni núverandi íbúa á mörgum stöðum og síðast en ekki síst að koma í bakið á íbúum sem hafa keypt og byggt íbúðir í trausti þess að deiliskipulagið stæðist. En ég árétta að Dóra og meirihlutinn í borgarstjórn eiga inni einn sterkan leik; að hætta við þéttinguna í hinu „lögformlega samráði“ fyrst sá ferill er allur eftir að hennar sögn. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Grafarvogs.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, var býsna brött í grein sinni í Vísi í gær. Hér verða dregnar fram tilvitnanir úr grein hennar og þeim svarað lið fyrir lið. Dóra byrjar grein sína á húsnæðisátaki borgarinnar. 1. DÓRA: „Húsnæðisátak borgarinnar sem hófst í Grafarvogi snýst um að flýta húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir en það gekk á tímabili hægar að byggja vegna verðbólgu og hárra vaxta.“ Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verðbólga og háir vextir eru frekar afleiðing af því að meirihlutinn í borginni hefur árum saman ekki sinnt skyldu sinni við að nema ný lönd og finna ný byggingarhverfi heldur lagt áherslu á að þétta byggð í borginni svo úr hefur orðið húsnæðisskortur! 2. DÓRA: „Svo mætir það vöntun á minni uppbyggingarlóðum í borginni þannig að minni verktakar fái verkefni og fleiri hendur vinnu við húsnæðisuppbyggingu.“ Það var og! Hér virðist þéttingin í Grafarvogi skyndilega vera í þágu verktaka. 3. DÓRA: „Greining á skólum borgarinnar um hvar væri svigrúm til að fjölga nemendum leiddi í ljós að hægt væri að fjölga íbúðum í Grafarvogi án þess að byggja nýja skóla.“ Rangt! Innviðir í Grafarvogi, eins og vegakerfi, skólar og heilsugæsla, eru þegar sprungnir. Þess utan er ástandið í skólamálum Reykjavíkurborgar mjög krítískt vegna stóraukins álags kennara, sérkennara, námsráðgjafa og skólaliða vegna aukins fjölda barna sem hafa flust til landsins og hafið nám í skólum og leikskólum borgarinnar undanfarin ár. Kennarar eru að kikna undan álagi. Skólakerfið og innviðir því tengdu eru sprungnir! 4. DÓRA: „Til að setja þetta aðeins í samhengi eru þetta mun færri íbúðir en eru núna í uppbyggingu í miðborginni þar sem 538 íbúðir eru í uppbyggingu árið 2025.“ Þetta er svolítið sérstakt. Þéttingin í Grafarvogi er réttlætt með því að hún sé minni en yfirstandandi þétting í miðborginni. Hljómar eins og að vitlaus stefna í Grafarvogi sé í lagi því vitleysan í miðboginni sé ennþá meiri. Dóra Björt getur ekki troðið niður íbúðum samhengislaust hér og þar í Grafarvogi við stofnbrautir með þeim rökum að um færri íbúðir sé að ræða en í miðborginni – en þéttingin þar hefur verið harðlega gagnrýnd og þéttingaríbúðir dýrari og fyrst og fremst fyrir þá efnameiri. 5. DÓRA: „Eftir að fyrstu uppbyggingarhugmyndir um nýja íbúðabyggð í Grafarvogi voru kynntar fyrir íbúum haustið 2024 voru áform rýnd út frá athugasemdum þar sem gengið var mjög langt í að mæta sjónarmiðum íbúa.“ Rangt! Sjónarmiðum íbúa hefur ekki verið mætt sem neinu nemur. Borgarfulltrúar geta ekki sett fram ýktar tillögur um þéttingu í upphafi til þess eins að geta dregið lítillega í land og sagst í kjölfarið ganga mjög langt í að mæta sjónarmiðum íbúa – og allir eigi þá að vera fegnir og ánægðir. 6. DÓRA: „Allt tal um að ekki sé hlustað á íbúa stenst heldur ekki skoðun því við höfum sjaldan gengið jafn langt í að leita samtals við íbúa eða í að aðlaga tillögur að athugasemdum þeirra.“ Þetta er allt að því móðgun. Samtal við íbúa hefur verið yfirborðskennt og fráleitt að halda því fram að tillögurnar hafi verið lagaðar að athugasemdum íbúa. Vilji íbúa okkar í Grafarvogi er mjög skýr: Við höfnum þessum áformum í einu og öllu – og höfum komið því áleiðis á mjög fjölmennum íbúafundum sem og sent á annað þúsund kröftug mótmæli inn í Skipulagsgáttina undanfarnar vikur. 7. DÓRA: „Við höfum sannarlega hlustað vel á íbúa og breytt miklu og þó er samráðsferlinu hvergi lokið. Við erum ekki einu sinni farin af stað með lögformlegt samráð og sá ferill er allur eftir en þó hafa áformin þegar tekið gríðarmiklum breytingum nú þegar.“ Þessi fullyrðing er nánast óskiljanleg; „hlustað vel á íbúa og breytt miklu“. Dóra Björt og meirihlutinn í borgarstjórn eru þegar byrjuð að úthluta íbúðum með fyrirvara á þéttingarreitum. Lágmarks kurteisi hefði verið að bíða með þær úthlutanir þar til breytt aðaskipulag væri auglýst og staðfest í stað þess að ögra íbúum með því stíga þetta skref í úthlutunum í miðju ferli. Sannast sagna ekki mjög sannfærandi. En Dóra á inni sterkan leik; að hætta við þéttinguna í hinu „lögformlega samráði“ fyrst sá ferill er allur eftir að hennar sögn. 8. DÓRA: „Það er hægt að byggja vel og illa hvort sem þú ert að þétta eða dreifa byggð svo gæðin snúast ekki um skipulagsstefnuna heldur vinnubrögðin.“ Athyglisvert! Hér er sagt að gæðin snúist ekki um skipulagsstefnuna heldur einhver vinnubrögð. Góðir leiðtogar marka stefnuna og varða leiðina sem unnið er eftir. Auðvitað snýst málið því um stefnuna; skipulagsstefnuna – nýtt deili- og aðalskipulag – þar sem verið er að þétta byggðina. Það eru líka tákn um gæði í vinnubrögðum að borgarfulltrúar, sem eru í vinnu fyrir íbúana, vinni fyrir þá en ekki gegn þeim. 9. DÓRA: „Á íbúafundi í Grafarvogi heyrði ég í samtölum mínum að flestum þótti eðlilegt að byggja meira innan Grafarvogs og þótti margar af þessum tillögum prýðilegar þó eitt og annað mætti athuga og fólu þau samtöl í sér allt önnur skilaboð en yfirlýsingagleði einstaka sjálfskipaðra fulltrúa Grafarvogs sem heyrst hefur á opinberum vettvangi um að allt sé þetta hrikalegt.“ Merkilegt – mjög svo. Dóra kýs að skilja skilaboðin frá fjölmennum íbúafundum (en hún hefur ekki mætt á síðustu tvo þeirra, svo ég viti til) á þá leið að íbúum þyki „eðlilegt að byggja meira innan Grafarvogs“. Þetta heitir að lesa salinn vitlaust. Svo ræðir hún um „sjálfskipaða fulltrúa Grafarvogs“ og geta sjálfsagt hundruð Grafarvogsbúa tekið þá hæðnisglósu til sín. En hvað varð allt í einu um fallega íbúalýðræðið og að raddir íbúa ættu að heyrast? 10. DÓRA: „Í þessu ljósi er erfitt að skilja skynsemina í því að setja verkefnin í Grafarvogi öll undir sama hatt og gefa í skyn að þau séu öll vond hugmynd eins og þessar sömu gagnrýnisraddir hafa gert. Slíkt er í fullri einlægni erfitt að taka alvarlega fyrir þau okkar sem erum sannarlega að hlusta en ber samt að fjölga íbúðum um alla borg meðal annars vegna þeirrar húsnæðiskrísu sem stendur yfir.“ Ofsögum sagt. Það er ofsögum sagt að Dóra og félagar séu „sannarlega að hlusta“ á sjónarmið íbúa í Grafarvogi. Þess utan „ber“ borginni engin skylda til að rústa aðalskipulaginu og fjölga íbúðum í grónum hverfum um alla borg. Nær væri fyrir Dóru að nema ný lönd annars staðar en á litlum þéttingarreitum við fjölfarnar götur í Grafarvogi standi hugur hennar til að leysa úr lóðaskorti og húsnæðiskrísu. 11. DÓRA: „Til þess að mæta húsnæðiskrísunni verðum við öll að leggja hönd á plóg og það getur varla talist eðlileg krafa að Grafarvogur standi utan þeirrar ábyrgðar.“ Mikið sagt! Grafarvogsbúar leggja svo sannarlega sín lóð á vogarskálarnar með fyrirsjáanlegri stóraukinni umferð um hverfið en gífurleg fjölgun íbúða (allt að 20 þúsund manna byggð) er fyrirhuguð í nærumhverfi Grafarvogs sem verður til þess að umferð um Grafarvog mun stóraukast. Spyrja má á móti hvort það felist í því mikil „ábyrgð“ af hálfu Dóru að hunsa þessa framtíðarsýn og leyfa sér að byggja á litlum blettum alveg upp að öflugum umferðaræðum og þrengja þannig að umferðinni í stað þess að gefa henni aukið rými – og eiga inni fyrir fyrirsjáanlegum umbótum á vegakerfinu í Grafarvogi vegna aukinnar umferðar. Dóra er hins vegar á móti bílum og bílaumferð! Og þetta með plóginn; við leggjum ekki hönd á þann stóra plóg sem hún ætlar að nota í stórfelldan uppgröft í grónum hverfum Grafarvogs á næstu árum. 12. DÓRA: „Á sama tíma bætir það hverfin og eflir að byggja innan þeirra, glæðir almannarýmin enn meira lífi, færir fleirum aðgengi að nærþjónustu og verslun í nærumhverfi og einstaklingar og fjölskyldur sem vantar heimili sem hentar fá tækifæri til að búa innan dásamlegra og fjölskylduvænna hverfa.“ Fallegt ef satt væri! Það bætir hins vegar ekki gróin hverfi að grafa þau upp með miklu jarðraski og gröfum með tilheyrandi þungaflutningum - og troða þar niður einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum á örlitlum þéttingarreitum nánast ofan í þegar sprungið vegakerfið – og það í óþökk flestra íbúa. Og hvað þá að það sé „dásamlegt og fjölskylduvænt“ að ganga á græn svæði; hjóla- og göngustíga; byrgja útsýni ökumanna; byrgja útsýni núverandi íbúa á mörgum stöðum og síðast en ekki síst að koma í bakið á íbúum sem hafa keypt og byggt íbúðir í trausti þess að deiliskipulagið stæðist. En ég árétta að Dóra og meirihlutinn í borgarstjórn eiga inni einn sterkan leik; að hætta við þéttinguna í hinu „lögformlega samráði“ fyrst sá ferill er allur eftir að hennar sögn. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Grafarvogs.net.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun