Bílastæðin höluðu inn 78 milljónum en kostuðu litlu minna Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 21:03 Isavia hefur komið fyrir sjálfvirkum bílnúmeraskönnum til að nema umferð inn og út af bílstæðum við helstu innanlandsflugvelli. Isavia Tekjur Isavia af innheimtu bílastæðagjalda við innanlandsflugvelli námu 78 milljónum króna í fyrra og kostnaður af henni nam 74 milljónum. Inni í þeirri tölu er þó stofnkostnaður og Isavia segir innleiðingu gjaldtökunnar heilt á litið hafa gengið vel. Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár. Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þetta segir í svari Eyjólfs Ármannsonar innviðaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isakesen, þingflokksformanns Framsóknar, um gjaldheimtu á bílastæðum Isavia við innanlandsflugvellina í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Gjaldheimtan hófst í lok júní í fyrra og hefur verið gríðarlega umdeild. Upphafi hennar var ítrekað frestað, meðal annars þar sem að þáverandi samgönguráðherra dró það að undirrita þjónustusamning sem heimilað gjaldheimtuna. Þá brugðu úrræðagóðir íbúar Egilsstaða á það ráð að koma upp sérstökum hópi á Facebook til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld á flugvelli bæjarins, með því skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Ætlað að efla innanlandsflugið „Heilt yfir hefur innleiðing gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík gengið vel. Komið var til móts við gagnrýni á Akureyri og Egilsstöðum árið 2024 og samkvæmt tilmælum frá þáverandi innviðaráðherra var ákveðið að hafa fyrstu 14 tíma gjaldfrjálsa á þeim flugvöllum, en þar með lækkuðu tekjumöguleikar verulega,“ segir í svari ráðherra. Heildartekjur félagsins árið 2024 hafi þó verið tæpar 78 milljónir króna og þær tekjur muni nýtast Isavia innanlandsflugvöllum ehf. og þar með ríkinu til eflingar á innanlandsflugi. Engin aðgreining sé á milli langtíma- og skammtímastæða í bókhaldi félagsins. Þá segir að áætlun Isavia gerir ráð fyrir um 150 milljóna króna tekjum á ári af bílastæðum. Kostaði sextíu milljónir Markmiðið með tekjuöfluninni sé að afla fjármuna til að laga ásýnd og aðkomu og bæta öryggi á bílastæðum við flugstöðvar. Slíkar framkvæmdir geti kostað mikið fjármagn og því sé eðlilegt að ekki sé farið í slíkt strax á fyrsta ári. Heildarkostnaður við uppsetningu á búnaði á bílastæðum við flugvelli, þar með talið vegna raflagna, myndavéla, tölvuþjóna, tenginga, auglýsinga, skiltagerðar og ýmiss annars kostnaðar, hafi numið um 60 milljónum króna. Heildarrekstrarkostnaður bílastæðanna sem gjaldfærður var árið 2024 séu um 24 milljónir króna á öllum þremur völlunum. Í þeirri fjárhæð sé ekki launakostnaður sem fellur til vegna vinnu starfsmanna innanlandsflugvalla, hvort sem það er vegna framlags starfsmanna á bílastæði eða yfirstjórnar sem tengist málefnum þeirra. Gefa ekki upp kostnað vegna mokstur Snjómokstur á bílastæðum sé unninn af sjálfstæðum verktökum á grundvelli verðfyrirspurnar á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli og því sé ekki unnt að gefa upp sundurliðun á þeim kostnaðarlið með tilliti til samkeppnissjónarmiða. Samkvæmt áætlun næsta árs sé gert ráð fyrir um 50 milljónum króna í rekstur á bílastæðum allra þriggja flugvallanna og það sé fyrir utan framkvæmdir en það ráðist af innheimtu bílastæðatekna. Framkvæmdir á bílastæðum séu kostnaðarsamar og fjármögnun geti því tekið nokkur ár.
Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Akureyri Múlaþing Reykjavík Bílastæði Isavia Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 24. júní 2024 14:29