Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 10:30 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AP/Andy Buchanan Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Bretland Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar.
Bretland Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira