Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 10:30 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AP/Andy Buchanan Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Bretland Hernaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar.
Bretland Hernaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira