Stimpingar milli mótmælenda á Austurvelli Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 15:06 Spennan á mótmælunum á Austurvelli var töluverð, sérstaklega þegar önnur fylking mætti til að mótmæla fasisma og aðskilnaðarstefnu. Stimpingar brutust út á milli einstakra mótmælenda sem saman eru komnir í miðbæ Reykjavíkur í dag og tilheyra sitt hvorum hópnum. Tvenn mótmæli, önnur gegn stefnu sjórnvalda í útlendingamálum og hin gegn rasisma, voru boðuð í dag. Á samfélagsmiðlum var því hótað að mótmælin yrðu ekki friðsamleg. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallþráðum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. No Borders ákváðu því að færa sín mótmæli á Ingólfstorg og láta þau hefjast klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Þrátt fyrir það mætti fólk til að mótmæla mótmælum Íslands, þvert á flokka sem hófust klukkan 14 í dag. Að sögn fréttamanns á vettvangi hafa mótmælendur meðal annars rifið, gjallarhorn, skilti og fána af öðrum mótmælendum. Mótmælendu hrópuðu síðan hvor á annan, annars vegar slagorð gegn fasisma og hins vegar áfram Ísland. Samkvæmt upplýsingum frá vettvangi mótmælanna yfirgáfu þátttakendur úr hópi No Borders svæðið skömmu fyrir þrjú hinum hópnum til mikillar kátínu. Fjölmennt var á Austurvelli milli 14 og 15 þegar tvær fylkingar mótmælenda mættust til að mótmæla hælisleitendastefnu ríkisstjórnarinnar annars vegar og fasisma hins vegar.Vísir/Viktor Freyr Meðal ræðuhaldara á mótmælum Íslands, þvert á flokka voru Margrét Friðriksdóttir og Brynjar Barkarson.Vísir/Viktor Freyr Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað þar sem hvatt var til þess að fólk standi sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallþráðum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. No Borders ákváðu því að færa sín mótmæli á Ingólfstorg og láta þau hefjast klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Þrátt fyrir það mætti fólk til að mótmæla mótmælum Íslands, þvert á flokka sem hófust klukkan 14 í dag. Að sögn fréttamanns á vettvangi hafa mótmælendur meðal annars rifið, gjallarhorn, skilti og fána af öðrum mótmælendum. Mótmælendu hrópuðu síðan hvor á annan, annars vegar slagorð gegn fasisma og hins vegar áfram Ísland. Samkvæmt upplýsingum frá vettvangi mótmælanna yfirgáfu þátttakendur úr hópi No Borders svæðið skömmu fyrir þrjú hinum hópnum til mikillar kátínu. Fjölmennt var á Austurvelli milli 14 og 15 þegar tvær fylkingar mótmælenda mættust til að mótmæla hælisleitendastefnu ríkisstjórnarinnar annars vegar og fasisma hins vegar.Vísir/Viktor Freyr Meðal ræðuhaldara á mótmælum Íslands, þvert á flokka voru Margrét Friðriksdóttir og Brynjar Barkarson.Vísir/Viktor Freyr
Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira