„Þetta er mjög þungt og erfitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2025 14:40 Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS. Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þunga og erfiða stemmningu á skrifstofum fyrirtækisins eftir að fimm flugumferðarstjórum var sagt upp störfum í morgun vegna brota í starfi. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Það er til rannsóknar hjá Samgöngustofu. Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“ Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Isavia ANS sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm til viðbótar í morgun vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og í virkri vinnu við flugumferðarstjórn. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir málið hafa komið upp fyrir rúmum tveimur vikum. „Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna, verið í vinnustöðu, þótt þeir hafi verið skráðir þannig. Annað starfsfólk hafi þannig skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra. „Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“ Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili. Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið. Fólk treysti á fagmennsku „Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan. Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal. „Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“ Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum. „Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan. Flugumferðarstjórum bjóðist alltaf að fara í vinnustöð og vinna ef á þurfi að halda. Þessir fimm hafi hins vegar farið aðra leið. Þungt og erfitt Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Stemmningin sé sérstök á vinnustaðnum í dag. „Þetta er mjög þungt og erfitt. Þetta eru samstarfsfélagar og auðvitað er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“
Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira