„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 30. maí 2025 13:02 Árni Sverrisson, formaður Félags skipsstjórnarmanna segir takmarkandi þætti vera í strandveiðikerfinu í dag. Opið kerfi gangi ekki upp. Bylgjan, Vísir/Vilhelm Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. „Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira