„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 30. maí 2025 13:02 Árni Sverrisson, formaður Félags skipsstjórnarmanna segir takmarkandi þætti vera í strandveiðikerfinu í dag. Opið kerfi gangi ekki upp. Bylgjan, Vísir/Vilhelm Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. „Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira